Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2828 svör fundust
Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum?
Þetta er góð og þörf spurning. Stutta svarið við henni er „já". Við reynum eftir bestu getu að tryggja að svörin séu „rétt“ í þeirri merkingu sem yfirleitt er beitt í vísindum, það er að segja að þau séu í samræmi við það sem best er vitað þegar þau eru skrifuð. En þegar spurt er til dæmis um splunkunýja þekki...
Hvers vegna er himinninn blár?
Litir hluta ráðast að miklu leyti af því hvaða bylgjulengdum ljóss þeir endurvarpa; bláir hlutir hafa þann lit af því að þeir endurvarpa ljósi sem við köllum blátt og svo framvegis. Ef hluturinn er gagnsær eins og lofthjúpurinn getur liturinn líka ráðist af því hvaða ljósi hann hleypir gegnum sig. Ljósið f...
Hvað er bóla?
Orðið bóla getur átt við ýmislegt, til dæmis við svokallaðar unglingabólur sem myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka. Um þannig bólur er hægt að lesa meira um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Svo getur bóla líka átt við tískusveiflur eða slíkt, til dæmis þegar við segjum 'þetta er bara bó...
Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...
Hver er munurinn á gleri og kristalli?
Gler er myndlaust efni þar sem uppröðun efniseindanna (sameindanna) er óregluleg. Þetta efnisform fæst með snöggkælingu á heitum fljótandi efnismassa. Hrafntinna er dæmi um steintegund á glerformi. Gleri má líkja við mjög seigfljótandi vökva. Í kristalli raða efnisagnirnar sér hinsvegar upp í reglulega grind. Þ...
Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?
Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...
Af hverju fær maður exem?
Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...
Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?
Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda, var íslensk verkalýðshreyfing enn ung að árum. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð undir lok 19. aldar en sum þeirra entust stutt. Önnur komu þó í kjölfarið og smám saman efldist hreyfingin. Tveimur árum fyrir fullveldið var Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum félögum ...
Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?
Hér er líka að finna svar við spurningunni: Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er miki...
Hvaða kú er vent þegar einhver kúvendir til dæmis skoðunum sínum?
Sögnin að kúvenda er ekki gömul í málinu. Hún barst í íslensku úr dönsku á 19. öld. Hún er notuð í sjómannamáli um að skuthverfa, venda skipi með því að snúa því undan vindi. Sögnin er líka notuð í merkingunni 'snúast í hring' og síðan í yfirfærðri merkingu um að 'skipta gjörsamlega um stefnu eða skoðun'. Danska s...
Hvernig leysir maður jöfnu með þremur óþekktum stærðum?
Ef við höfum aðeins eina jöfnu með þremur óþekktum stærðum er líklegast að jafnan hafi óendanlega margar lausnir. Sem dæmi um undantekningu frá þessu má nefna jöfnuna x2 + y2 + z2 = 0en hún hefur eina og aðeins eina lausn þar sem x, y og z eru rauntölur, það er að segja lausnina x = y = z = 0. Jafnanx2 + y2 +...
Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?
Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning g...
Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?
Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...
Hvað er menning?
Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf.“ Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning ...
Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?
Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...