Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 326 svör fundust
Hvernig virkar litrófsgreinir?
Litrófsgreinir (e. spectrophotometer) er almennt heiti yfir tæki sem mælir styrk ljóss (rafsegulbylgna) eftir bylgjulengdum, ýmist fyrir ljómun (e. emission) eða gleypni (e. absorption) efna. Slík tæki eru mismunandi að gerð eftir því hvort um er að ræða ljómunar- eða gleypnimælingar og háð því um hvaða litrófssv...
Af hverju erum við á jörðinni?
Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...
Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!
Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...
Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni?
Rusl sem er á braut um jörðu ætti ekki að hafa nein áhrif á lofthjúpinn. Rusl sem fellur til jarðar brennur yfirleitt upp í lofthjúpnum en það getur auðveldlega valdið hættu ef það nær að falla alla leið niður. Geimferjum stafar hins vegar nokkur hætt af geimrusli. Á braut um jörðu eru nefnilega meira en tvö mi...
Hver var fyrsta lífveran?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki um líf annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Lífið á jörðinni gæti þó vel hafa borist til jarðarinnar utan úr geimnum og þá er nokkuð víst að fyrsta lífveran varð til annars staðar en á jörðinni og einnig á undan lífinu hér. En um...
Hvað veldur stjörnuhrapi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum. Við köllum þetta samheitinu geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum degi skella milljónir svona steina á lofthjúpi jarðar. Núningur við lofthjúpinn verður til þess að ge...
Ræður einhver yfir tunglinu?
Við öll í sameiningu eigum tunglið og alla aðra hnetti sólkerfisins! Eitthvað á þessa leið hljóðaði samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Ýmis fyrirtæki hafa boðið landskika á tunglinu og öðrum hnöttum til sölu og meira að segja heilu stjörnurnar. En með ályktun Sameinuðu þjóðanna eru menn þá einungis að selja eitthvað ...
Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?
Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...
Er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift?
Það er hagkvæmara að byggja borg þétt heldur en dreift og má skipta ástæðunum fyrir því í stórum dráttum í þrennt. 1. Kostnaður við uppbyggingu borgar Flest það sem þarf til að byggja borg eða borgarhverfi verður dýrara ef byggðin er dreifð, einfaldlega vegna þess að ýmis stofnkostnaður verður meiri, það er að...
Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?
Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnu...
Kemur maður inn í aðra veröld ef maður færi í gegnum svartholið?
Með því að fara inn í svarthol væri fræðilega séð hægt að fara bæði á annan stað í alheiminum og hugsanlega í annan alheim. Tengingin þarna á milli nefnist þá ormagöng og um þau er líka hægt að lesa í svari við spurningunni Hvernig virka ormagöng? Fræðin um svarthol segja hins vegar einnig að tengingin þarna á ...
Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?
Nei, vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim - nema þeir séu með útvarp við höndina. Við getum ekki skynjað útvarpsbylgjur með skynfærunum á sama hátt og við skynjum hljóð. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið. Það spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna...
Hvert er formlegt heiti landsins okkar?
Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu. Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ...
Hversu heitt er á Plútó?
Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...
Er til annar heimur inni í svartholum?
Eins og fjallað hefur verið um áður á Vísindavefnum getum við aldrei fullvissað okkur um það hvort til sé annar heimur eða ekki. Um það má meðal annars lesa í svari við spurningunni: Gæti hugsanlega verið til annar alheimur? Spyrjandi spyr sérstaklega um svarthol og er þá væntanlega að vísa til svonefndra ormag...