Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað veldur stjörnuhrapi?

JGÞ

Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum. Við köllum þetta samheitinu geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum degi skella milljónir svona steina á lofthjúpi jarðar. Núningur við lofthjúpinn verður til þess að geimgrýtið hitnar og fer jafnvel að glóa og brenna. Ef það gerist og við sjáum ljósrákina á himninum tölum við um stjörnuhrap.

Flestir loftsteinar brenna upp í lofthjúpnum en einstaka steinar komast í gegnum hann og falla þá til jarðar. Þess háttar steinar eru nefndir hrapsteinar.



Kort sem sýnir staðsetningu 160 árekstrargíga eða ummerkja eftir fyrirbæri utan úr geimnum. Með því að smella á kortið má sjá stærri eintak af því. Þá sést betur hvernig gígarnir eru flokkaðir eftir stærð.

Líklega ná um 500 loftsteinar til jarðar daglega en fæstir þeirra finnast. Mestar líkur eru nefnilega á því að þeir lendi í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu.

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Ragnar Þorri Vignisson, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvað veldur stjörnuhrapi?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59189.

JGÞ. (2011, 1. apríl). Hvað veldur stjörnuhrapi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59189

JGÞ. „Hvað veldur stjörnuhrapi?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59189>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur stjörnuhrapi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum. Við köllum þetta samheitinu geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum degi skella milljónir svona steina á lofthjúpi jarðar. Núningur við lofthjúpinn verður til þess að geimgrýtið hitnar og fer jafnvel að glóa og brenna. Ef það gerist og við sjáum ljósrákina á himninum tölum við um stjörnuhrap.

Flestir loftsteinar brenna upp í lofthjúpnum en einstaka steinar komast í gegnum hann og falla þá til jarðar. Þess háttar steinar eru nefndir hrapsteinar.



Kort sem sýnir staðsetningu 160 árekstrargíga eða ummerkja eftir fyrirbæri utan úr geimnum. Með því að smella á kortið má sjá stærri eintak af því. Þá sést betur hvernig gígarnir eru flokkaðir eftir stærð.

Líklega ná um 500 loftsteinar til jarðar daglega en fæstir þeirra finnast. Mestar líkur eru nefnilega á því að þeir lendi í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu.

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...