Þegar við heyrum hljóðið hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum er margvíslegur. Útvarpsbylgjur geta til dæmis borist um tómarúm og ýmis efni, til dæmis loft. Hljóðbylgjur geta ekki borist um tómarúm en þær berast um loft og önnur efni. Hægt er að lesa meira um muninn á bylgjunum tveimur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?
Heimildir og frekara lesefni:
- Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum? eftir Stefán Inga Valdimarsson
- Spurning Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum? eftir ÞV
- Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Textually.org. Sótt 10.3.2009.