Spyrjandi spyr sérstaklega um svarthol og er þá væntanlega að vísa til svonefndra ormaganga. Með því að fara inn í svarthol væri fræðilega séð hægt að fara bæði á annan stað í alheiminum og hugsanlega í annan alheim. Tengingin þarna á milli nefnist ormagöng
Fræðin um svarthol segja hins vegar að tengingin þarna á milli vari aðeins í örskamma stund, þannig að ekki einu sinni ljósið næði að komast í gegn. Brautin yfir í hugsanlegan annan alheim byggir enn fremur á sérstökum skilyrðum sem vísindamenn álíta að hafi aldrei verið fyrir hendi. Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur? eftir Kristján Rúnar Kristjánsson
- Hvað er svarthol? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Hvernig myndast svarthol í geimnum? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað eru ormagöng? eftir Tryggva Þorgeirsson
- Wikipedia.org. Sótt 30.9.2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.