Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6145 svör fundust
Hver fann upp blindraletrið?
Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum: Hvernig er stafrófið á blindraletri? Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út? Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið e...
Hver fann upp bikiní?
Bikiní eru tvískipt baðföt kvenna, upphaflega buxur og brjóstahaldari, en nú einnig til í öðrum misefnismiklum útfærslum. Sumar útfærslur hafa sérstakt nafn, til dæmis tankiní sem eru buxur og toppur eða nokkurskonar hlýrabolur. Bikiní eru einnig notuð sem íþróttaföt til dæmis í vaxtarrækt, strandblaki og frjálsum...
Hver fann upp umferðarljósin?
Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upp...
Hver fann upp skriðdrekann?
Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...
Hver fann upp úrið?
Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu ...
Hver fann upp markmannshanska?
Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni P...
Hver fann upp tannþráðinn?
Ekki er vitað með vissu hvenær menn tóku upp á því að hreinsa á milli tanna sinna, en fornleifafræðingar hafa fundið ummerki um notkun einhvers konar þráðar á tönnum frá forsögulegum tímum. Mögulegt er að dýrahár, til dæmis hrossahár, hafi verið notuð til þess. Bandarískur tannlæknir að nafni Levi Spear Parmly ...
Hver fann upp kokteilsósuna?
Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um kokteilsósu og er eftirfarandi spurningum svarað hér: Oft er haldið því fram að gamla góða kokteilsósan sé íslensk „uppfinning“, en er það rétt? Hvað geturðu sagt mér um kokteilsósu? Hvaðan er hún upprunalega og hvaðan kemur nafnið o.s.frv.? Hvað er kokteilsósa...
Hver fann upp hnífapörin?
Hér er einnig svarað spurningu Þorbjargar:Hvar og hvenær voru hnífapörin fundin upp og hvenær fór almenningur að nota þau? Yfirleitt er átt við hníf og gaffal þegar talað er um hnífapör, þó skeiðar séu stundum taldar með eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju tölum við um hnífapör...
Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?
Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...
Er um að ræða eitthvert miðsóknarafl í afstæðiskenningunni vegna þyngdaraflsins?
Miðsóknarafl í sígildri aflfræði er kraftur sem heldur hlut á braut um tiltekinn miðpunkt. Dæmi um miðsóknarkrafta eru togkraftur í slöngvivað sem heldur steini á hringhreyfingu um hendi veiðimanns, rafkraftur á ögn með rafhleðslu sem hreyfist á braut um ögn með andstæða hleðslu eða þyngdarkraftur á fylgihnött sem...
Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga?
Það er rétt að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl eru yfirleitt sem næst kúlulaga, að minnsta kosti ef við sleppum áhrifum möndulsnúnings og sjávarfallakrafta. Þetta svar fjallar eingöngu um þessa hnöttóttu hluti himingeimsins. Stjörnur eru gerðar úr gasi. Yfirborð tungla og reikistjarna eins og jarðarinnar er...
Hvernig stendur á því að fljótustu spretthlauparar heims eru nánast allir svartir?
Hlaupahraði hefur ekkert með húðlit að gera og mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að margir sem eru ljósir á hörund, sem og menn af asískum uppruna, eru öskufljótir. Líklegasta ástæða þess að þeldökkir hlauparar eru að jafnaði fljótastir er að þeir hafa meira af hröðum vöðvafrumum en aðrir. Tvær aðaltegun...
Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?
Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...
Hvers konar herör er verið að skera upp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er herör í orðatiltækinu að skera upp herör? Hver er uppruni orðatiltækisins? Orðatiltækið að skera upp herör kemur fyrir í fornu máli. Í Egils sögu sem er frá 13. öld segir í 3. kafla: "Auðbjörn konungr lét skera upp herör ok fara herboð um allt ríki sitt." Í Ritmálss...