Oft er haldið því fram að gamla góða kokteilsósan sé íslensk „uppfinning“, en er það rétt? Hvað geturðu sagt mér um kokteilsósu? Hvaðan er hún upprunalega og hvaðan kemur nafnið o.s.frv.? Hvað er kokteilsósa? Hver fann hana upp, hvar og hvenær? Hvers vegna?Kokteilsósa er þykk bleiklituð sósa gerð úr majónesi og tómatsósu. Það virðist vera trú margra að sósan hafi beinlínis verið „fundin upp“ á Íslandi en sú er þó ekki raunin. Þótt ekki sé hægt að segja til með fullri vissu hver það var sem fyrst hrærði saman majónesi og tómatsósu, er ljóst að það gerðist ekki á Íslandi. Samkvæmt orðabókum Merriam-Webster og Oxford English þekkist heitið kokteilsósa (e. cocktail sauce) að minnsta kosti frá byrjun 20. aldar. Þá vísar það til kryddaðrar tómatsósu eða tómatblandaðrar chili-sósu með piparrót og gjarnan sítrónusafa og worchestershiresósu. Sósan var borin fram með sjávarfangi, fyrst aðallega ostrum og svo rækjum, sem ostru- eða rækjukokteill. Seinna var stundum farið að nota majónesblandaða sósu með þessu sjávarfangi í stað tómatkryddsósunnar en sú síðarnefnda lifir enn góðu lífi undir heitinu cocktail sauce eins og sums staðar má sjá í hillum verslana.

Enska orðið cocktail sauce var upprunalega notað um kryddaða tómatsósu þar sem majónes kom ekki við sögu. Hér má sjá flösku af slíkri sósu í góðum félagsskap annarra sósa.

Í hugum margar Íslendinga eru franskar og kokteilsósa órjúfanleg heild.
- Nanna Rögnvaldardóttir. (2014, 1. nóvember). Stóra kokkteilsósu-málið. Konan sem kyndir ofninn sinn.
- cocktail sauce. Old English Dictionary.
- cocktail sauce. Merriam-Webster.
- Stiles, K., Altiok, Ö. & Bell, M.M. (2011). The ghosts of taste: food and the cultural politics of authenticity. Agriculture and Human Values 28, 225–236.
- Krstic, Zee. (2016). Fry Sauce, Utah’s Favorite Condiment, Explained. Eater.
- Thousand Island dressing. Wikipedia.
- Fry sauce. Wikipedia.
- Marie Rose sauce. Wikipedia.
- When You Are Out of Salad Dressing. Flickr. Höfundur myndar Alan Levine. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. (Sótt 19.6.2024).
- Frysauce.JPG. Wikimedia Commons. Höfundur myndar Authalic. Birt undir CC BY 3.0 leyfi. (Sótt 19.6.2024).
- Mayonaise mit Ketchup und Pommes - Kostenloses Foto auf ccnull.de / ccby.de. Höfundur myndar Tim Reckmann. Birt undir leyfinu CC-BY 2.0. (Sótt 9.7.2024)