Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp bikiní?

Aleksandra Katarzyna Banach, Lóa Björg Finnsdóttir og Vigdís María Geirsdóttir

Bikiní eru tvískipt baðföt kvenna, upphaflega buxur og brjóstahaldari, en nú einnig til í öðrum misefnismiklum útfærslum. Sumar útfærslur hafa sérstakt nafn, til dæmis tankiní sem eru buxur og toppur eða nokkurskonar hlýrabolur. Bikiní eru einnig notuð sem íþróttaföt til dæmis í vaxtarrækt, strandblaki og frjálsum íþróttum.

Ein af elstu myndum af konum á bikiní, mósaík frá Villa Romana del Casale á Sikley en húsið var byggt á 4. öld.

Tvískiptur efnislítill fatnaður er ekki ný uppfinning, til eru minjar bæði frá tímum Forn-Grikkja og Rómverja sem sýna konur í einhverskonar bikiní. Nútíma bikiní, buxur úr tveimur þríhyrningum og brjóstahaldari þar sem hvort brjóst er hulið þríhyrndu efni fest með böndum, má hins vegar rekja til tveggja franskra manna sem báðir komu fram með svipaða hugmynd árið 1946.

Bikiní-baðfötin eru nefnd eftir Bikini, hringlaga kóraleyjum í Kyrrahafi, en þar gerðu Bandaríkjamenn kjarnorkutilraunir á árunum 1946 til 1958.

Fatahönnuðurinn Jacques Heim (1899-1967) kynnti til sögunnar tvískipt baðföt sem hann kallaði Atome, en orðið atóm er komið úr grísku og merkir ódeilanlegur og átti upphaflega að tákna smæstu byggingareiningu efnis. Baðföt Heims voru auglýst sem „minnstu baðföt í heimi“. Aðeins nokkrum vikum seinna kom verkfræðingurinn Louis Réard (1897-1984) fram með svipuð föt sem nefnd voru bikiní. Þau voru auglýst sem „minni en minnstu baðföt í heimi“. Segja má að báðir þessir menn hafi „fundið upp“ nútíma bikiníð en heitið er komið frá baðfötum Réards. Bikiní er nefnt eftir hringlaga kóraleyjum í Kyrrahafi, en þar gerðu Bandaríkjamenn tilraunir með kjarnorkusprengjur á þessum tíma og heitið kom þess vegna iðulega fyrir í fréttum.

Louis Réard (1897-1984).

Vinsældir bikinís fóru hægt af stað og var klæðnaðurinn í raun bannaður á mörgum baðströndum og almenningsstöðum. Smám saman jukust þó vinsældirnar, sérstaklega eftir að frægar leikkonur fóru að sjást klæddar bikiní. Nú er bikiní vinsælasti baðfatnaður kvenna í heimi.

Leikkonur áttu stóran þátt í að breiða út vinsældir bikinísins. Eitt af frægari bikiníatriðum kvikmyndasögunnar, leikkonan Ursula Andress í Bondmyndinni Dr. No.

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.6.2015

Spyrjandi

Silfá Björk Jónsdóttir

Tilvísun

Aleksandra Katarzyna Banach, Lóa Björg Finnsdóttir og Vigdís María Geirsdóttir. „Hver fann upp bikiní?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50501.

Aleksandra Katarzyna Banach, Lóa Björg Finnsdóttir og Vigdís María Geirsdóttir. (2015, 15. júní). Hver fann upp bikiní? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50501

Aleksandra Katarzyna Banach, Lóa Björg Finnsdóttir og Vigdís María Geirsdóttir. „Hver fann upp bikiní?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50501>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp bikiní?
Bikiní eru tvískipt baðföt kvenna, upphaflega buxur og brjóstahaldari, en nú einnig til í öðrum misefnismiklum útfærslum. Sumar útfærslur hafa sérstakt nafn, til dæmis tankiní sem eru buxur og toppur eða nokkurskonar hlýrabolur. Bikiní eru einnig notuð sem íþróttaföt til dæmis í vaxtarrækt, strandblaki og frjálsum íþróttum.

Ein af elstu myndum af konum á bikiní, mósaík frá Villa Romana del Casale á Sikley en húsið var byggt á 4. öld.

Tvískiptur efnislítill fatnaður er ekki ný uppfinning, til eru minjar bæði frá tímum Forn-Grikkja og Rómverja sem sýna konur í einhverskonar bikiní. Nútíma bikiní, buxur úr tveimur þríhyrningum og brjóstahaldari þar sem hvort brjóst er hulið þríhyrndu efni fest með böndum, má hins vegar rekja til tveggja franskra manna sem báðir komu fram með svipaða hugmynd árið 1946.

Bikiní-baðfötin eru nefnd eftir Bikini, hringlaga kóraleyjum í Kyrrahafi, en þar gerðu Bandaríkjamenn kjarnorkutilraunir á árunum 1946 til 1958.

Fatahönnuðurinn Jacques Heim (1899-1967) kynnti til sögunnar tvískipt baðföt sem hann kallaði Atome, en orðið atóm er komið úr grísku og merkir ódeilanlegur og átti upphaflega að tákna smæstu byggingareiningu efnis. Baðföt Heims voru auglýst sem „minnstu baðföt í heimi“. Aðeins nokkrum vikum seinna kom verkfræðingurinn Louis Réard (1897-1984) fram með svipuð föt sem nefnd voru bikiní. Þau voru auglýst sem „minni en minnstu baðföt í heimi“. Segja má að báðir þessir menn hafi „fundið upp“ nútíma bikiníð en heitið er komið frá baðfötum Réards. Bikiní er nefnt eftir hringlaga kóraleyjum í Kyrrahafi, en þar gerðu Bandaríkjamenn tilraunir með kjarnorkusprengjur á þessum tíma og heitið kom þess vegna iðulega fyrir í fréttum.

Louis Réard (1897-1984).

Vinsældir bikinís fóru hægt af stað og var klæðnaðurinn í raun bannaður á mörgum baðströndum og almenningsstöðum. Smám saman jukust þó vinsældirnar, sérstaklega eftir að frægar leikkonur fóru að sjást klæddar bikiní. Nú er bikiní vinsælasti baðfatnaður kvenna í heimi.

Leikkonur áttu stóran þátt í að breiða út vinsældir bikinísins. Eitt af frægari bikiníatriðum kvikmyndasögunnar, leikkonan Ursula Andress í Bondmyndinni Dr. No.

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...