Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 661 svör fundust
Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvaða áhrif hefði eldgos í Bláfjöllum á höfuðborgarsvæðið? Ef eldgos kæmi upp í Bláfjöllum myndi það að öllum líkindum tengjast basískri kviku en það er sú bráð sem alla jafna myndar hraun og litla gosmekki. Ætla má að í byrjun yrði gosið öflugt sem gæti leitt til þess að flugu...
Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins
Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins. Vísindavefur Háskóla Íslands varð 20 ára á þessu ári og h...
Hver er hættulegasti fugl í heimi?
Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...
Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?
Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...
Um hvað fjalla ítölsku umræður Gíordanós Brúnós?
Ítalinn Gíordanó Brúnó (1548-1600) var fjölhæfur fyrirlesari og afkastamikill rithöfundur. Hann var alls óhræddur við að halda á loft skoðunum sínum og þeim kenningum sem hann aðhylltist. Hugsun hans gekk gjarnan gegn viðurkenndum skoðunum samtímans. Oft var Brúnó því ekki vært nema stutt á sama stað og var hann á...
Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?
Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...
Hvaða dýr lifa í Kyrrahafinu?
Kyrrahafið er stærsta úthaf jarðar, alls 181 milljón ferkílómetrar, sem er stærra en yfirborð alls landmassa jarðarinnar. Meðaldýpt Kyrrahafsins er 3.940 metrar og þar er að finna dýpstu hafála jarðar, til að mynda Mariana-gjána sem nær 11.034 metra undir yfirborði sjávar. Þar er einnig að finna hæsta fjall jarðar...
Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?
Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...
Hvað lifa moskítóflugur lengi og af hverju klæjar mann af bitum þeirra?
Moskítóflugur eru skordýr sem tilheyra ættinni Culicidae. Um 2.700 mismunandi tegundir moskítóflugna eru þekktar og þær finnast um nær allan heim. Moskítóflugur lifa hins vegar ekki á Íslandi þrátt fyrir að þrífast bæði á Grænlandi og á Norðurlöndunum. Þær eru álitnar mikil meindýr þar sem þær finnast en þær bíta ...
Eru lögmál alls staðar í heiminum?
Þessa spurningu má skilja á tvo vegu. Annars vegar gæti verið að spyrjandinn vilji vita hvort þau náttúrulögmál sem við þekkjum gildi alls staðar í heimunum eða séu bundin við tiltekin svæði, svo sem jörðina eða sólkerfið okkar. Hins vegar gæti verið að spyrjandinn sé að velta því fyrir sér hvort til séu staðir þa...
Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...
Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?Hvar er hægt að nálgast þær?Eru apókrýfar bækur Biblíunnar bannaðar af sumum kirkjudeildum en ekki öðrum? Hugtakið apókrýfur er notað í dag í biblíuvísindum og almennum trúarbragðafræðum um rit sem mynda hluta af rituðum trúararfi hinna fjö...
Hvers vegna daprast sjónin hjá fólki sem fær hreint súrefni til innöndunar?
Aftansteinstrefjun (retrolental fibroplasia) er algengasti fylgikvilli innöndunar á súrefni í háum styrkleika. Aftansteinstrefjun kallast augnsjúkdómur sem einkum sést meðal fyrirbura sem þurfa á aukinni súrefnisgjöf að halda fyrstu daga eða vikur eftir fæðingu. Aukinn súrefnisstyrkur í blóði stöðvar vöxt æða í sj...
Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri?
Á myndinni má sjá hvernig örmjó ræma eða sigð sést fyrst meðfram hægri kantinum á tunglinu um sólsetur. Mánasigðin vex síðan smám saman eftir því sem líður á tunglmánuðinn þar til hann er hálfnaður og komið er fullt tungl. Þá verður hægri kanturinn fyrst dökkur og myrkrið færist síðan smám saman yfir um leið og tu...
Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?
Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslæ...