Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1630 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?

Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa. Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður jörðin einhver tímann útdauð?

Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...

category-iconJarðvísindi

Hver var Arthur Holmes og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Arthur Holmes (1890-1965) er þekktastur fyrir fernt: (1) þátt sinn í að tímakvarða jarðsöguna, (2) bókina The Age of the Earth 1913, (3) að skýra fyrstur (um 1930) orsakir landreks og (4) afbragðskennslubók sína Principles of Physical Geology 1944. Um aldamótin 1900 voru þær hugmyndir helstar um aldur jarðar, a...

category-iconUmhverfismál

Hvaða afmælisdag Jarðar var Ævar vísindamaður að tala um í þættinum sínum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvenær varð Jörðin til og hvaða afmæli Jarðarinnar var þetta sem Ævar vísindamaður talaði um í þættinum sínum? Jörðin varð til fyrir um það bil 4.500 milljónum ára en það er ekki hægt að tilgreina aldur hennar mikið nákvæmar en það. Jörðin á því engan afmælisdag, ekki fre...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...

category-iconStærðfræði

Til hvers eru vigrar í stærðfræði notaðir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig geta vigrar í stærðfræði nýst okkur í framtíðinni? Vigur, sem líka er nefndur vektor, hefur bæði tölugildi og stefnu. Vigrar eru því til margra hluta nytsamlegir í viðfangsefnum þar sem bæði tölugildi og stefna koma við sögu. Dæmi um notkun vigra eru: Staðsetning. ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans? Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfu...

category-iconHeimspeki

Hvað eru vísindi?

Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconStærðfræði

Hvernig er jafnan um flatarmál hrings sönnuð?

Oft er um margar leiðir að velja til að sanna mikilvægar niðurstöður í stærðfræði, og svo er einnig hér. Við veljum eftirfarandi aðferð: Skiptum hring með geisla (radía) r í geira út frá miðju á sama hátt og þegar hringlaga terta er skorin í tertuboði, utan hvað við höfum geirana mjög litla; látum stærð þeirra ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju er þyngdaraflið öðruvísi á öðrum hnöttum?

Þyngdarkraftur annarra hnatta er í raun ekki öðruvísi en jarðarinnar, heldur einungis mismikill. Þyngdarkraftur stjórnast af tveimur þáttum, það er hversu mikill massi upphaflega hlutarins, í þessu tilfelli plánetanna, er og hversu langt það sem þyngdarkrafturinn verkar á er frá miðju hans. Þyngdarkrafturinn á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr því að að „svarti kassinn” í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?

Ef reynt væri að gera stórar flugvélar úr þykku stáli eins og hylkin utan um flugritana er hætt við að þær gætu ekki flogið vegna þyngsla. Ef við hugsum okkur samt að þær kæmust á loft er óvíst að farþegum yrði vært inni í slíkum flugvélum, til dæmis vegna gluggaleysis. Sömuleiðis er óljóst að farþegarnir yrðu í r...

category-iconHugvísindi

Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hver var Vasco da Gama? (Spyrjandi Matthías Rúnarsson) og Hver er uppruni Vasco da Gama? Hvernig tókst honum að sigla til Indlands og af hverju dó hann? (Spyrjandi Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir). Vasco da Gama (1460?-1524) var portúgalskur sæfari sem sigldi fyrstur s...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli jarðar og sólar?

Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...

Fleiri niðurstöður