Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju stjörnunnar. Þegar massi hans fer yfir ákveðin mörk (Schönberg-Chandrasekhar-mörkin), sem eru um 12% af massa stjörnunnar allrar, dregst helínkjarninn snögglega saman og þéttist en orkuframleiðsla vex í laginu kringum hann. Ytri lög stjörnunnar þenjast þá út og kólna. Þá kemur til skjalanna varmaburður í stjörnuhjúpnum og kólnunin stöðvast en stjarnan verður að rauðum risa. Kjarninn heldur áfram að hitna og þéttast og samruni helíns blossar upp í honum en slokknar fljótlega aftur og stjarnan kólnar enn á ný. Næstu stig í þróun stjörnunnar fara eftir því hver upphaflegur massi stjörnunnar var. Ekki má rugla þessum mörkum saman við Chandrasekhar-mörkin sem eiga við um mesta massa sem hvítur dvergur getur haft án þess að hrynja saman undan eigin þunga, samanber svar Stefáns Inga Valdimarssonar um þau. Heimild: Christian Marc Jomaron, EUV, X-ray and Optical Studies of White Dwarf Binary Systems.
Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?
Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju stjörnunnar. Þegar massi hans fer yfir ákveðin mörk (Schönberg-Chandrasekhar-mörkin), sem eru um 12% af massa stjörnunnar allrar, dregst helínkjarninn snögglega saman og þéttist en orkuframleiðsla vex í laginu kringum hann. Ytri lög stjörnunnar þenjast þá út og kólna. Þá kemur til skjalanna varmaburður í stjörnuhjúpnum og kólnunin stöðvast en stjarnan verður að rauðum risa. Kjarninn heldur áfram að hitna og þéttast og samruni helíns blossar upp í honum en slokknar fljótlega aftur og stjarnan kólnar enn á ný. Næstu stig í þróun stjörnunnar fara eftir því hver upphaflegur massi stjörnunnar var. Ekki má rugla þessum mörkum saman við Chandrasekhar-mörkin sem eiga við um mesta massa sem hvítur dvergur getur haft án þess að hrynja saman undan eigin þunga, samanber svar Stefáns Inga Valdimarssonar um þau. Heimild: Christian Marc Jomaron, EUV, X-ray and Optical Studies of White Dwarf Binary Systems.
Útgáfudagur
14.6.2000
Spyrjandi
Sævar Helgi Bragason
Tilvísun
ÞV. „Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=514.
ÞV. (2000, 14. júní). Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=514
ÞV. „Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=514>.