Hvernig geta vigrar í stærðfræði nýst okkur í framtíðinni?Vigur, sem líka er nefndur vektor, hefur bæði tölugildi og stefnu. Vigrar eru því til margra hluta nytsamlegir í viðfangsefnum þar sem bæði tölugildi og stefna koma við sögu. Dæmi um notkun vigra eru:
- Staðsetning. Þegar sagt er að bátur sé staddur tvær sjómílur norðaustur af Gerpi er staðsetning bátsins óvíræð, bæði fjarlægð frá tilteknum punkti, og stefnan frá punktinum.
- Hraði hefur bæði vegalengd á tímaeiningu og stefnu. Ekki nægir að gefa upp hraða með tölu, til dæmis 60 kílómetrar á klukkustund um ökuhraða bíls, eða 9 metrar á sekúndu um vindhraða, heldur skiptir stefnan einnig máli.
- Kraftur hefur bæði styrk og stefnu. Dæmi um kraft má nefna þyngdarkraftinn sem stefnir inn að miðju jarðar.
- https://gifer.com/en/6LM. (Sótt 12.05.2021).