Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 323 svör fundust
Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?
Allra elstu eldfjöllin á Íslandi eru kulnuð eldfjöll á jöðrum landsins. Á sínum tíma voru þetta virk eldfjöll, en þar sem landið gliðnar á hverju ári um sem nemur um 2 cm hafa fjöllin smám saman færst frá gosbeltinu. Ármann Höskuldsson fjallar um þetta í svari sínu við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Ísl...
Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?
Nú á dögum hefur Veðurstofa Íslands það hlutverk að reka net jarðskjálftamæla til að fylgjast með og skrá skjálftavirkni landsins. Netið er þéttast á virkustu svæðunum, það er umhverfis flekaskilin sem liggja í gegnum landið frá Reykjanestá og allt til norðurstrandarinnar milli Öxarfjarðar og Skagafjarðar. Skjálft...
Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?
Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna strí...
Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?
Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í...
Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?
Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi: StaðurDagsetningStærð 1 Chile22. maí 19609,5 2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2 3Indónesía (undan s...
Hvernig grafa ár sig niður?
Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...
Er hægt að deyja úr hræðslu?
Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Hvað eru neglur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Úr hverju eru neglurnar?Af hverju vaxa neglur?Eru neglur bein eða dauðar frumur?Til hvers erum við með neglur? Aðrir spyrjendur eru: Helga Svana Ólafsdóttir, Eva Árnadóttir (f. 1985), Védís Mist Agnadóttir (f. 1998), Sigurður Einarsson (f. 1990) og Brynja Bergsveinsdóttir. ...
Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?
Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...
Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?
Á báðum pólsvæðum Mars eru miklar ísbreiður, aðallega úr vatnsís en þaktar þurrís á yfirborðinu. Norðurpóllinn á Mars er um 1000 km í þvermál á sumrin og allt að tveggja km þykkur. Suðurpóllinn er öllu smærri eða 350 km í þvermál og 3 km þykkur en inniheldur engu að síður nægt vatn til að þekja reikistjörnuna með ...
Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?
Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...
Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?
Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...
Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?
Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...
Hafa óvenjumargir stórir jarðskjálftar orðið undanfarið ár?
Langflestir skjálftar í heiminum stafa af flekahreyfingum og verða á svæðum þar sem spenna safnast í jarðskorpunni á eða nálægt flekaskilum. Stærstir verða skjálftarnir á þeirri gerð flekaskila þar sem samrek á sér stað. Skjálftar eru minni og fátíðari á hjáreksbeltum, og sýnu minnstir á fráreksbeltum. Hraði fleka...