Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 68 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?

Þessi munur er nákvæmlega enginn eftir því sem við vitum best. Þetta eru tvö orð um sama hlutinn og annað raunar upphaflega til komið sem stytting á hinu. Þjóðernissósíalismi heitir Nationalsozialismus á þýsku og íslenska orðið er bein þýðing á því orði. Upphaf þess er borið fram með skýru ts-hljóði („nats-“...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna hommi og lesbía?

Hommi er íslensk stytting á enska orðinu homosexual. Það er sett saman af gríska orðinu homós ‘samur, sjálfur’ og latneska orðinu sexus ‘kyn, kynferði’. Það er því notað í bókstaflegri merkingu um samkynhneigðan mann. Orðið hommi er sett saman af orðnum homós og sexus. Lesbía ‘samkynhneigð kona’ er dregið af lýs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?

'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati. Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að græ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig springa menn á limminu?

Orðið limm virðist ekki notað nema í þessu eina orðasambandi að springa á limminu. Það er fletta í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:563) og er þaðan vísað í dimmalimm í merkingunni ‘ölórar; drykkjusöngur’. Ásgeir telur að limm sé líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni þess að lýsa undrun með upphrópun á borð við "jeeee" eða "jiiii"?

Upphafleg spurning var: Hver er uppruni málfyrirbærisins "je" eða "ji". Þ.e.a.s. þegar manneskja lýsir undrun sinni á einhverju með því að segja ýmist "jeeee" eða "jiiii". Upphrópanirnar je, ji og jeminn voru algengar fyrir nokkrum áratugum og heyrast að einhverju leyti enn. Je og ji eru styttingar á orðinu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er til í því að nafnorðið peysa sé franskt að uppruna?

Sagan um franskan uppruna orðsins peysa er skemmtileg. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu íslenska bændur: „paysan, paysan“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Íslendingar hafi misskilið orðið, haldið að verið væri að benda á prjónapeysurnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Þótt sa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið séra?

Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra ein...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?

Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?

Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári. En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetnin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið agúrka?

Skafti spurði sérstaklega um gúrku: Af hverju er gúrka ýmist kölluð gúrka eða agúrka? Hvort er rétt að segja eða er þetta ekki sama tegund? Orðið agúrka barst hingað úr dönsku agurk sem fengið er úr lágþýsku agurke sem aftur fékk orðið um pólsku ogórek, úr nýgrísku angouri. Í eldri grísku hét grænmetið ango...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er „supernova“?

Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða þýðir orðið ,,brús" sem kemur fyrir í vísunni ,,Komdu kisa mín"?

Flestir þekkja vísuna sem vitnað er til í fyrirspurninni. Hún er meðal annars prentuð í Vísnabókinni sem Símon Jóh. Ágústsson gaf út fyrst 1946 og hefur síðan verið prentuð margoft. Síðari hluti vísunnar er svona: Banar margri mús, mitt þú friðar hús. Ekki er í þér lús, oft þú spilar brús. Undrasniðug, létt...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins "mella"?

Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’. Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt;...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Hverjar eru rætur orðsins „kilja“? Kilja er stytting af orðinu pappírskilja sem fór að tíðkast í málinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Elstu dæmi um pappírskilju á Tímarit.is eru úr ýmsum ritum frá 1968 og virðist orðið því vel þekkt...

category-iconTrúarbrögð

Hvað þýðir orðið "halelúja"?

Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagnaðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve)...

Fleiri niðurstöður