Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?

Þorsteinn Vilhjálmsson



Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári.

En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetning hádegis færist líka til yfir árið, frá því að vera til dæmis kl. 13:42 á staðartíma í Reykjavík um miðjan febrúar til þess að vera kl. 13:11 um mánaðamótin október-desember. Ef við skoðum tímalengdina frá sólaruppkomu til hádegis annars vegar og hins vegar tímann frá hádegi til sólseturs á sama degi, þá sjáum við að þessi tvö tímabil eru alltaf sem næst jafnlöng. Lenging og stytting dagsins er því alltaf jafnmikil í báða enda ef deginum er skipt við raunverulegt hádegi þegar sólin er í hásuðri á himninum.

Þannig hefur spurningin breyst í höndum okkar svo að nú er eðlilegast að spyrja í staðinn: Hvers vegna færist þá hádegið svona til miðað við klukkuna? Svarið við því tengist svokölluðum tímajöfnuði en um hann er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna gengur sólúrið ekki jafnt yfir árið?



Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.5.2002

Spyrjandi

Hörður Bragason

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2350.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 2. maí). Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2350

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2350>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?


Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári.

En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetning hádegis færist líka til yfir árið, frá því að vera til dæmis kl. 13:42 á staðartíma í Reykjavík um miðjan febrúar til þess að vera kl. 13:11 um mánaðamótin október-desember. Ef við skoðum tímalengdina frá sólaruppkomu til hádegis annars vegar og hins vegar tímann frá hádegi til sólseturs á sama degi, þá sjáum við að þessi tvö tímabil eru alltaf sem næst jafnlöng. Lenging og stytting dagsins er því alltaf jafnmikil í báða enda ef deginum er skipt við raunverulegt hádegi þegar sólin er í hásuðri á himninum.

Þannig hefur spurningin breyst í höndum okkar svo að nú er eðlilegast að spyrja í staðinn: Hvers vegna færist þá hádegið svona til miðað við klukkuna? Svarið við því tengist svokölluðum tímajöfnuði en um hann er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna gengur sólúrið ekki jafnt yfir árið?



Mynd: HB...