Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Flestir þekkja vísuna sem vitnað er til í fyrirspurninni. Hún er meðal annars prentuð í Vísnabókinni sem Símon Jóh. Ágústsson gaf út fyrst 1946 og hefur síðan verið prentuð margoft. Síðari hluti vísunnar er svona:
Banar margri mús,
mitt þú friðar hús.
Ekki er í þér lús,
oft þú spilar brús.
Undrasniðug,
létt og liðug
leikur bæði snör og fús.
Við skulum drekka dús.
Ólíklegt er að þessi köttur spili brús.
Brús er spil sem barst hingað frá Danmörku og var vel þekkt á 19. öld þegar Ólafur Davíðsson skrifaði um skemmtanir Íslendinga og gaf út á árunum 1888–1892. Ritið varð síðan hluti af stærra verki þeirra Ólafs og Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara sem fékk heitið Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur.
Ólafur nefnir brús með ýmsum öðrum erlendum spilum og segir að það hafi verið spilað mikið í Fljótum og Sléttuhlíð en ekki annars staðar á landinu það honum hafi verið kunnugt um (bls. 336). Hann lýsir spilinu ekki. Í Íslenskri orðabók (2002:180) er sagt að brús sé nú einkum spilað í Svarfaðardal.
Í Ordbog over det danske sprog er sagt frá spilinu brus. Nafnið er talið stytting á lágþýska orðinu brusbart sem í raun merkir ‘maður með hrokkið skegg’ en er einnig nafn á hjartakónginum, næsthæsta spilinu í brús. Kisa sat sem sagt að spilum.
Mynd:Gattile Pipistrello
Guðrún Kvaran. „Hvaða þýðir orðið ,,brús" sem kemur fyrir í vísunni ,,Komdu kisa mín"?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6597.
Guðrún Kvaran. (2007, 18. apríl). Hvaða þýðir orðið ,,brús" sem kemur fyrir í vísunni ,,Komdu kisa mín"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6597
Guðrún Kvaran. „Hvaða þýðir orðið ,,brús" sem kemur fyrir í vísunni ,,Komdu kisa mín"?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6597>.