Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 813 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er meiósa og mítósa?

Við mítósu (einnig kölluð jafnskipting) skiptir tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru erfðafræðilega nákvæmlega eins og upphaflega fruman. Frumurnar tvær hafa nákvæmlega sömu gen og fruman sem skipti sér. Í meiósu-skiptingu (einnig kölluð rýriskipting) skiptir tvílitna fruma sér tvisvar og útkoman verður fjó...

category-iconJarðvísindi

Skiptir máli hvernig hús eru í laginu á jarðskjálftasvæðum eða úr hvaða efni þau eru byggð?

Í raun eru það margir samverkandi þættir sem skipta máli um hvernig mannvirki reiðir af í tilteknum jarðskjálfta. Hér má nefna gerð undirstöðu byggingar, form, efni, frágang, hönnun og viðhald. Miklu skiptir að hús virki eins og ein heild, sé vel tengt og fest við undirstöðurnar. Mörg dæmi eru um að bygging rífi s...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?

Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna eru sumar appelsínur súrar og hvernig er hægt að sjá það?

Gæði ávaxta, þar á meðal gæði appelsína, fara eftir mörgu og má þar nefna mismunandi trjástofna, ræktunaraðferðir og veðurskilyrði. Mestu skiptir þó hversu þroskaðar appelsínurnar eru þegar þær eru tíndar. Það er aftur háð ýmsum þáttum, svo sem ræktun, stað, veðri og í hvað á að nota þær, til dæmis hvort á að sel...

category-iconStærðfræði

Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?

Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur með númerum frá 1 upp í 40 og dregnar eru 5 kúlur. Ekki skiptir máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar. Ef við hugsum fyrst um fjölda möguleika á að draga 5 kúlur þannig að það skipti máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar þá eru 40 möguleikar á hvaða kúlu við drögum fyrst, 39 á n...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ryðga málmar í frosti?

Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er háskerpusjónvarp?

Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju byrja margir unglingar að drekka fyrir 15 ára aldur?

Á Vísindavefnum er að finna fróðlegt svar við spurningunni: Hvers vegna byrja unglingar að drekka? eftir Sigurlínu Davíðsdóttur. Þar segir hún meðal annars frá niðurstöðu könnunar þar sem unglingar sem drekka voru spurðir hvers vegna þeir gerðu það. Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér me...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig elta menn vísitölu?

Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...

category-iconLandafræði

Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er langt í km á milli Egilsstaða og Reykjavíkur (bæði norður- og suðurleið)? Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið, meðal annars upplýsingar um vegalengdir á milli staða. Þar kemur fram að vegalengdin á milli Egil...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?

Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Dvergreikistja...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að syngja falskt? Eru þeir sem gera það ekki bara með með öðruvísi rödd en aðrir?

Hljóð myndast til dæmis þegar sameindir lofts sveiflast í fasa, þannig að bylgjur dreifast út frá hljóðgjafa. Tónhæðin ræðst af tíðni sveiflanna, en tíðnina er unnt að mæla af mikilli nákvæmni. Þegar tíðnin töfaldast hækkar tónninn um eina áttund. Í vestrænni tónlist er áttundinni skipt upp í í tólf tóna og er...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru Faraday-búr eða rafbúr?

Faraday-búr eða rafbúr voru fundin upp af enska eðlisfræðingnum Michael Faraday (1791-1867) árið 1836. Með þeim er hægt að útiloka utanaðkomandi rafsegulsvið af tilteknum tegundum. Búrin eru gerð úr málmi, ýmist með heilum málmþynnum í veggjunum, málmgrind eða málmi með enn annarri lögun. Lögun búrsins ræður því h...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör maímánaðar 2018?

Í maímánuði 2018 voru birt 59 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Fróðlegt svar um útlit landnámsmanna var mest lesna svarið í maímánuði. Svör um álpappír, dómkirkjur, vísindaman...

category-iconFélagsvísindi

Hagnast Kínverjar meira en Bandaríkjamenn á viðskiptum þjóðanna?

Nokkuð snúið er að meta hve mikinn hag ein þjóð hefur af viðskiptum við aðra. Ein leið til að skoða þetta væri að reyna að áætla hve mikill kaupmáttur þjóðartekna væri hjá tiltekinni þjóð ef hún gæti ekki átt viðskipti við ákveðna aðra þjóð og bera það saman við hver kaupmátturinn er nú í raun. Svona æfingar er hæ...

Fleiri niðurstöður