Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 56 svör fundust
'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?
Þegar við segjum að eitthvað þjóti, fari eða fjúki út í buskann merkir það að það fari út í bláinn, eða eitthvað í burtu á óvissan stað. Karlkynsorðið buski merkir 'skógur' eða 'runni', samanber danska orðið ‘busk’ og enska orðið ‘bush’. Elsta dæmið um orðið í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá miðri 16. öl...
Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...
Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?
Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...
Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju heita mánuðirnir júlí, september o.s.frv? Hvernig gefa nöfn mánuðanna september, október, nóvember og desember til kynna að þeir séu 7., 8., 9. og 10. mánuðirnir? Mánaðanöfnin sem við notum í dag eru byggð á latneskum heitum sem Rómverjar notuðu um mánuðina í sínu alma...
Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt, án samþykkis forsjáraðila, að skuldfæra á barn sem hefur fengið leigða myndbandsspólu, en ekki skilað henni á tilsettum tíma?Stutta svarið við þessari spurningu er að það er vel hægt að skuldfæra á börn sem taka myndbandsspólur á leigu, en torvelt er að innheimta hj...
Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?
Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...
Hvað er sólin með marga geisla?
Sólin er lýsandi hnöttur úti í geimnum og geislar frá sér ljósi, varma og annarri orku nokkurn veginn jafnt í allar áttir. Ef við horfum bara á sólina "í því ljósi", það er að segja á þennan hátt, þá mundi okkur trúlega aldrei detta í hug að tala um "sólargeisla"!? Þegar himinninn er heiðskír og sólin skín þá s...
Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?
Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...
Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?
Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...
Hvers vegna er himinninn blár?
Litir hluta ráðast að miklu leyti af því hvaða bylgjulengdum ljóss þeir endurvarpa; bláir hlutir hafa þann lit af því að þeir endurvarpa ljósi sem við köllum blátt og svo framvegis. Ef hluturinn er gagnsær eins og lofthjúpurinn getur liturinn líka ráðist af því hvaða ljósi hann hleypir gegnum sig. Ljósið f...
Hver fann upp dans?
Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...
Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?
Tími sá sem úrkoman stendur skiptir minna máli í aðgreiningu élja og snjókomu heldur en það hvernig hún myndast, það er hver myndunarhátturinn er. Í veðurathugunum er greint á milli élja og snjókomu eftir ákveðnum reglum, þær sömu og notaðar eru til að greina á milli rigningar og skúra. Í veðurspám er aðgreini...
Af hverju er himinninn blár?
Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...
Af hverju er himinninn blár? - Myndband
Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár. Samkvæmt nútíma eðlisfræði má líta á ljósgeisla sem straum ljóseinda. Hver þeirra hefur sína...
Af hverju er sjórinn blár?
Þegar sólarljós, sem er blanda af öllum litum, fellur á hluti á jörðinni drekka þeir yfirleitt hluta af ljósinu í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður lit hlutarins. Vatn gleypir nánast ekkert sýnilegt ljós og þess vegna er vatn oftast glært. Þetta sjáum við vel ef við látum vatn renna í glært glas. Sé vat...