Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Þegar við segjum að eitthvað þjóti, fari eða fjúki út í buskann merkir það að það fari út í bláinn, eða eitthvað í burtu á óvissan stað.

Karlkynsorðið buski merkir 'skógur' eða 'runni', samanber danska orðið ‘busk’ og enska orðið ‘bush’. Elsta dæmið um orðið í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá miðri 16. öld, úr Málsháttasafni Magnúsar prúða en þar segir: "Oft eru ormar undir blómguðum buska." Snemma virðast menn hafa farið að nota orðið í merkingunni að fara út í bláinn. Frá 17. öld er til frásögn af Tyrkjaráninu og þar stendur: “hún óskaði að hún væri kominn eitthvað út í buskann.”

Búskmenn í buskum. Heitið búskmenn (hol. boschjesman, e. Bushmen) vísar til þeirra sem lifa í óræktuðu kjarrlendi.

Það að ‘buski’ fari að merkja ‘eitthvað í burtu’ skýrist ef við hugsum um andstæðuna náttúra/menning. Buskinn tilheyrir náttúrunni, hann er ekki meðal manna, þess vegna merkir það að fara ‘út í buskann’ að fara ‘eitthvað í burtu á einhvern óþekktan stað’. Hugsunin á bak við orðatiltækið að fara ‘út í bláinn’ er sams konar, ‘bláinn’ er skáldskaparlíking sem merkir himinn og tilheyrir þess vegna náttúrunni.

Hollenskir nýlendubúar í Suður-Afríku nefndu tiltekinn þjóðflokk í Afríku boschjesman, á ensku kallast þeir 'Bushmen' og á íslensku 'Búskmenn'. Nafngiftin merkir eiginlega þeir sem lifa í óræktuðu kjarrlendi - það er samfélag manna sem tilheyrir frekar náttúrunni en menningu.

Kvenkynorðið buska er einnig til og margir kannast til dæmis við ‘eldabuskur’ eða þá söguna um Öskubusku. Orðið er til dæmis notað um ‘fljótfæra konu’, þá er talað um ‘hvatabusku’, og um ‘lausláta flökkukonu’ sem greinlega tengist karlkynsorðinu buski enda eru flökkukonur á mörkum náttúru og menningar. Einnig er orðið haft um ‘flóka’ og ‘rótartægjur’. ‘Buskinn’ eða runninn getur þess vegna sprottið af ‘buskunni’ einhverstaðar út í ‘buskanum’.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.11.2003

Síðast uppfært

7.10.2021

Spyrjandi

Ásgrímur Þórhallsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3840.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 6. nóvember). 'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3840

Jón Gunnar Þorsteinsson. „'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3840>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?
Þegar við segjum að eitthvað þjóti, fari eða fjúki út í buskann merkir það að það fari út í bláinn, eða eitthvað í burtu á óvissan stað.

Karlkynsorðið buski merkir 'skógur' eða 'runni', samanber danska orðið ‘busk’ og enska orðið ‘bush’. Elsta dæmið um orðið í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá miðri 16. öld, úr Málsháttasafni Magnúsar prúða en þar segir: "Oft eru ormar undir blómguðum buska." Snemma virðast menn hafa farið að nota orðið í merkingunni að fara út í bláinn. Frá 17. öld er til frásögn af Tyrkjaráninu og þar stendur: “hún óskaði að hún væri kominn eitthvað út í buskann.”

Búskmenn í buskum. Heitið búskmenn (hol. boschjesman, e. Bushmen) vísar til þeirra sem lifa í óræktuðu kjarrlendi.

Það að ‘buski’ fari að merkja ‘eitthvað í burtu’ skýrist ef við hugsum um andstæðuna náttúra/menning. Buskinn tilheyrir náttúrunni, hann er ekki meðal manna, þess vegna merkir það að fara ‘út í buskann’ að fara ‘eitthvað í burtu á einhvern óþekktan stað’. Hugsunin á bak við orðatiltækið að fara ‘út í bláinn’ er sams konar, ‘bláinn’ er skáldskaparlíking sem merkir himinn og tilheyrir þess vegna náttúrunni.

Hollenskir nýlendubúar í Suður-Afríku nefndu tiltekinn þjóðflokk í Afríku boschjesman, á ensku kallast þeir 'Bushmen' og á íslensku 'Búskmenn'. Nafngiftin merkir eiginlega þeir sem lifa í óræktuðu kjarrlendi - það er samfélag manna sem tilheyrir frekar náttúrunni en menningu.

Kvenkynorðið buska er einnig til og margir kannast til dæmis við ‘eldabuskur’ eða þá söguna um Öskubusku. Orðið er til dæmis notað um ‘fljótfæra konu’, þá er talað um ‘hvatabusku’, og um ‘lausláta flökkukonu’ sem greinlega tengist karlkynsorðinu buski enda eru flökkukonur á mörkum náttúru og menningar. Einnig er orðið haft um ‘flóka’ og ‘rótartægjur’. ‘Buskinn’ eða runninn getur þess vegna sprottið af ‘buskunni’ einhverstaðar út í ‘buskanum’.

Mynd:

...