Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 278 svör fundust
Hvað eru strombólsk eldgos?
Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt ...
Hversu oft hefur Krafla gosið síðan land byggðist og hvenær varð stærsta gosið í henni?
Virku gosbeltin, sem liggja yfir Ísland, eru samsett af eldstöðvakerfum, það er löngum sprungusveimum með stóru eldfjalli nálægt miðju. Eldfjöll þessi eru misjöfn að útliti og gerð en hafa þó ýmis sameiginleg einkenni. Um 1970 var farið að kalla þau megineldstöðvar með hliðsjón af því að þar er eldvirknin mest og ...
Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?
Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...
Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?
Gos í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og tveimur mánuðum síðar, 17. maí, birtist á Vísindavefnum svar við spurningunni Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi? Í svarinu voru færð að því rök, byggt á gefnum forsendum, að ólíklegt væri að gosið yrði langvinnt eða hraunið rúmmálsmikið. Öll eru þessi hugtö...
Hvað er þetta landnámslag sem jarðfræðingar og fornleifafræðingar tala stundum um?
Stórgos, sem gengur undir heitinu Vatnaöldugos, varð á Veiðivatna- og Torfajökulssvæðinu 870 (eða þar um bil).[1] Það var aðallega gjóskugos með mikilli gjóskuframleiðslu og gjóskufalli um mestallt land, aðallega í nágrenni gosstöðvanna inni á hálendinu. Því fylgdi einnig smávægilegt hraunrennsli. Ef til vill v...
Hvað getur þú sagt mér um gosið í Eyjafjallajökli árið 2010?
Mikil umbrot urðu í Eyjafjallajökli fyrri hluta árs 2010. Í kjölfar mikilla jarðskorpuhreyfinga, landriss og jarðskjálftavirkni, varð lítið flæðigos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi. Það gos hófst 20. mars og stóð í 23 daga. Hlé varð í hálfan annan sólarhring, en 14. apríl hófst sprengigos í toppöskju Eyjafjallajöku...
Hafa eldgos áhrif á veðrið?
Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...
Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?
Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja. Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun. Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er tal...
Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?
Ólíklegt verður að teljast að sykurlausir gosdrykkir bindi vökva að einhverju marki í líkamanum. Gosdrykkir innihalda yfirleitt vatn, bragðefni, litarefni, stundum rotvarnarefni og síðan ýmist sykur eða sætuefni. Sætuefni eru efni sem gefa sætt bagð en veita yfirleitt mun minni orku en sykurinn sjálfur. Gosdrykkir...
Hvað getið þið sagt mér um Snæfellsjökul?
Hér er svarað spurningunni:Hvernig er eldvirknin á Snæfellsjökli?sem Sunna Rós bar upp og spurningu Þorgeirs:Hvað getur þú sagt mér um Snæfellsjökul og eldvirkni á Snæfellsnesi? Árið 1864 skaut Snæfellsjökli upp á stjörnuhimininn þegar hinn frægi vísindaskáldsagnahöfundur Jules Verne gaf út bók sína Ferð að mið...
Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund?
Hér mun vera átt við bergtegund fremur en steintegund. Þegar Eyjafjallajökull gaus síðast, árið 1821-23 var kvikan ísúr til súr (andesít til dasít), líkt og í Heklu. Slík bergkvika er svo seigfljótandi að hún veldur sprengigosum. Gosið 1821-23 varð á um 2 km langri sprungu í toppgígnum, gosmökkurinn reis hátt ...
Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvar á landinu er helst að finna flöguberg? Hvernig myndast það og hvaða steintegund myndar það?Flöguberg í víðustu merkingu myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika „aflagast“ í spennusviði. Aflögunin gerist þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skrið...
Er Baula virkt eldfjall?
Nei, ekki er það svo að Baula sé virkt eldfjall, því samkvæmt aldursgreiningu myndaðist fjallið fyrir um 3 milljónum ára. Baula er líparít-hraungúll*, til orðinn í eldgosi bergbráðar sem vegna hárrar seigju hlóðst upp yfir gosopinu. Að minnsta kosti að vestan er fjallið orpið skriðu úr digrum stuðlum sem benda til...
Er gos fitandi?
Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...
Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna?
Eitt megineinkenni jökla er að þeir skríða undan eigin þunga. Til þess að það gerist þurfa þeir að vera um 40 til 50 metra þykkir. Ok árið 2003. Okjökull var fyrir rúmri öld 15 ferkílómetra, meira en 50 m þykkur, kúptur jökull. Þá hneig hann fram undan þunga sínum vegna þess að ís verður seigfljótandi við að...