Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 91 svör fundust
Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu?
Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmi um bomsur úr blaðinu Speglinum frá 1932:Gúmmístígvjel á börn og fullorðna, með bæjarins lægsta verði. Bomsur og skóhlífar í miklu úrvali. Stefán Gunnarsson Skóverslun Austurstræti 12.Heldur eldri dæmi er að finna á timarit.is eða úr Vísi frá 1928. Öll elstu dæmin er...
Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?
Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norsk...
Hvað eru mörur?
Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Þessi þjóðtrú var útbreidd víða í Norður-Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum (samanber nightm...
Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?
Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?
Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...
Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?
Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orða...
Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?
Sjömílnaskór eru töfraskór þeim eiginleika gæddir að geta flutt þann sem í þeim er sjö mílur í einu skrefi. Minnið er þekkt í fjölmörgum erlendum ævintýrum og er þar talað um stígvél en ekki skó, það er sjömílnastígvélin (enska: seven-league boots, þýska: Siebenmeilenstiefel, sænska: sjömilastövlar). Elsta dæm...
Hvað var Píningsdómur?
Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...
Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi. Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var k...
Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli? Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni...
Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju heitir rykfrakki rykfrakki? Hvaða ryk er það sem frakkinn ver þig gegn? Orðið rykfrakki er þekkt í málinu frá því snemma á 20. öld. Það fer að birtast í fataauglýsingum í blöðum 1916. Rykfrakki er án efa þýðing úr dönsku støvfrakke eða norsku støvfrakk (bæði í bókmá...
Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?
Þau orð sem talin eru upp í spurningunni eiga það sameiginlegt að vera notuð sem samheiti. Flest eiga þau ættingja í öðrum Norðurlandamálum þótt merkingin sé ekki alltaf nákvæmlega hin sama. Uppruni orðsins rófa er ekki fullljós. Í nýnorsku er til orðið rove 'skott á dýri' og í færeysku merkir rógva 'mjór hæða...
Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?
Álandseyjar samanstanda af um það bil 6500 eyjum og skerjum á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar. Um 60 eyjanna eru í byggð. Sú stærsta heitir Áland og þar er höfuðborgin Maríuhöfn. Álendingar eru um 23.600 og búa flestir þeirra á Álandi. Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæð...
Hvað merkti orðið mar upprunalega?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að fræðast meira um orðið „mar“ eða sjór. Hver er uppruni orðsins og saga? Orðið mar hefur fleiri en eina merkingu en sú sem hér er spurt um er ‘haf, sjór’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 604) þekkist orðið í öllum Norðurla...