Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sjömílnaskór eru töfraskór þeim eiginleika gæddir að geta flutt þann sem í þeim er sjö mílur í einu skrefi. Minnið er þekkt í fjölmörgum erlendum ævintýrum og er þar talað um stígvél en ekki skó, það er sjömílnastígvélin (enska: seven-league boots, þýska: Siebenmeilenstiefel, sænska: sjömilastövlar).

Elsta dæmið um ævintýraminnið er talið frá 1697 í sögu Charles Perrault Le petit poucet eða „Þumalingur litli“ en einnig er það að finna í þýskum, enskum, hollenskum og skandinavískum sögum svo dæmi séu nefnd. Í öllum sögunum íklæðist söguhetjan stígvélum sem bera hana hratt yfir. Hingað barst ævintýrið líklega með þýðingu á Norskum ævintýrum eftir Peter Christen Asbjørnsen og Jørgen Moe.

Þumalingur litli stelur hér sjömílnastígvélum. Myndin er eftir Gustave Doré (1832-1883).

Skýringin á nafninu mun vera sú að franskir póstflutningamenn, sem ferðuðust um í póstvagni, klæddust einkennisbúningi, þar á meðal miklum stígvélum. Sjö mílur voru milli póststöðva og steig pósturinn því niður úr vagni sínum á sjö mílna fresti.

Hérlendis hefur borið á því að orðið sjömílnaskór sé notað um mjög stórt skónúmer en það er síðari tíma skilningur.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.7.2013

Spyrjandi

Kristlaug María Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65312.

Guðrún Kvaran. (2013, 30. júlí). Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65312

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65312>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?
Sjömílnaskór eru töfraskór þeim eiginleika gæddir að geta flutt þann sem í þeim er sjö mílur í einu skrefi. Minnið er þekkt í fjölmörgum erlendum ævintýrum og er þar talað um stígvél en ekki skó, það er sjömílnastígvélin (enska: seven-league boots, þýska: Siebenmeilenstiefel, sænska: sjömilastövlar).

Elsta dæmið um ævintýraminnið er talið frá 1697 í sögu Charles Perrault Le petit poucet eða „Þumalingur litli“ en einnig er það að finna í þýskum, enskum, hollenskum og skandinavískum sögum svo dæmi séu nefnd. Í öllum sögunum íklæðist söguhetjan stígvélum sem bera hana hratt yfir. Hingað barst ævintýrið líklega með þýðingu á Norskum ævintýrum eftir Peter Christen Asbjørnsen og Jørgen Moe.

Þumalingur litli stelur hér sjömílnastígvélum. Myndin er eftir Gustave Doré (1832-1883).

Skýringin á nafninu mun vera sú að franskir póstflutningamenn, sem ferðuðust um í póstvagni, klæddust einkennisbúningi, þar á meðal miklum stígvélum. Sjö mílur voru milli póststöðva og steig pósturinn því niður úr vagni sínum á sjö mílna fresti.

Hérlendis hefur borið á því að orðið sjömílnaskór sé notað um mjög stórt skónúmer en það er síðari tíma skilningur.

Mynd:...