Af hverju heitir rykfrakki rykfrakki? Hvaða ryk er það sem frakkinn ver þig gegn?Orðið rykfrakki er þekkt í málinu frá því snemma á 20. öld. Það fer að birtast í fataauglýsingum í blöðum 1916. Rykfrakki er án efa þýðing úr dönsku støvfrakke eða norsku støvfrakk (bæði í bókmáli og nýnorsku). Í ÍSLEX-orðabókinni hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er danska og sænska þýðingin einungis ‘trenchcoat’. Sú þýðing er einnig gefin fyrir norsku en þýðingin ‘støvfrakk’ sögð gamaldags.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð rykfrakkinn vinsæl tískuflík. Myndin er tekin í Bandaríkjunum um 1919.
- Trench coat - Wikimedia Commons. Myndrétthafi er Harris & Ewing, Washington, D.C. (Sótt 12.06.2017).