Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 49 svör fundust
Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?
Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...
Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?
Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis...
Hvaðan er lakkrís upprunninn?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann? Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn s...
Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar?
Tannkrem eru hönnuð til að halda tönnunum hreinum og hvítum og í þeim eru ýmis efni sem gegna þeim tilgangi. Kannski er ofmælt að sykurinn geri tennurnar svartar en hann veldur tannskemmdum og þær verða oftast dökkar á litinn af fæðu eða öðru sem í munninn fer. Sykurinn er mikilvæg næring fyrir sýklana sem valda t...
Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð?
Ekkert er vitað með vissu um upphaf laufabrauðs á Íslandi. Að öllum líkindum kom verkþekkingin, að hnoða saman vökva og mjöli, fletja það svo út og steikja í fitu, með því fólki sem fluttist til landsins í upphafi búsetu. Það sem aðgreinir laufabrauð frá öðru steiktu mjölmeti er kringlótta lagið, áferðin, það e...
Hver var fyrsta spurningin sem þið fenguð? Og hver var fyrsta spurningin sem þið svöruðuð?
Forseti Íslands opnaði Vísindavefinn 29. janúar árið 2000. Þá voru á vefnum 11 svör eða svo við spurningum sem ritstjórn hafði valið og samið svör við. Þetta var gert til þess að gestir gætu strax áttað sig á því hvers konar spurningar við hefðum í huga og hvernig svörin yrðu. Eftirtaldar spurningar voru meðal þei...
Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?
Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi...
Hvaðan kemur orðið „brjóstsykur“ og af hverju er svoleiðis sælgæti kennt við brjóst?
Orðið brjóstsykur þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld. Það er tökuorð úr dönsku brystsukker og er sömuleiðis 19. aldar orð í Danmörku. Upphaflega var um að ræða einhvers konar lyf við brjóstverkjum sem bætt var með sykri. Þaðan kemur tengingin við brjóst. Smám saman fékk orðið nýja merkingu ...
Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?
Algengt er að nota tökuorðin smoothie og boost eða búst um þykka drykki sem eru maukaðir í blandara, til dæmis úr ávöxtum, skyri og klökum. Reynt hefur verið að finna íslenskt orð í staðinn fyrir þessi orð og má nefna að í nýyrðasamkeppni sem haldin var á degi íslenskrar tungu árið 2008 var meðal annars beðið um t...
Hvað eru innantómar hitaeiningar?
Innantómar eða tómar hitaeiningar (kaloríur) eru hitaeiningar sem gefa orku en innihalda lítil sem engin næringarefni eins og vítamín og steinefni. Líkaminn þarf á orkunni að halda en vítamín og steinefni eru afar mikilvæg til þess að hann starfi eðlilega. Uppistaða í sælgæti er sykur. Í 100 grömmum af sykri er...
Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?
Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikilvægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okkur að mataræði skiptir mannveruna mjög miklu hvað heilsu og velferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem haf...
Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?
Í svari Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? segir meðal annars um tannsýklu:Utan á tennur setjast óhreinindi og litur sem gera þær dökkar. Þar á meðal er tannsýklan sem er mjúkur, þunnur hjúpur, myndaður úr matarleifum, bakteríum, munnvatni og dauðum f...
Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?
Önnur spurning um sama efni:Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari...
Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar? Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar ran...
Hvernig og hvenær fannst fyrsta veiran sem veldur sjúkdómi í mönnum?
Á fyrstu árum veirufræðinnar, frá lokum nítjándu aldar fram til 1928, uppgötvuðust 30 veirur. Sú fyrsta sem fannst sýkti lauf tóbaksjurtarinnar og fjallað er sérstaklega um hana í svari við spurningunni Hvernig og hvenær varð veirufræði til? Tveir þriðji hluti veira sem fundust á þessum árum ollu sjúkdómum í dýrum...