Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?

Ágústa Þorbergsdóttir

Algengt er að nota tökuorðin smoothie og boost eða búst um þykka drykki sem eru maukaðir í blandara, til dæmis úr ávöxtum, skyri og klökum. Reynt hefur verið að finna íslenskt orð í staðinn fyrir þessi orð og má nefna að í nýyrðasamkeppni sem haldin var á degi íslenskrar tungu árið 2008 var meðal annars beðið um tillögu fyrir tökuorðið búst. Ýmsar tillögur bárust og vakti dómnefndin athygli á orðunum þeytingur, orkuþeytingur og orkuskot sem orðum sem hægt væri að nota í staðinn fyrir búst.

Svo virðist sem algengast sé að íslenska orðið þeytingur sé notað yfir þessa drykki og orðið orkuskot er einnig talsvert notað. Orðið orkuþeytingur hefur hins vegar ekki náð festu í málinu.

Algengast virðist að íslenska orðið þeytingur sé notað yfir drykkina sem nefndir eru í spurningunni. Orðið orkuskot er einnig talsvert notað.

Það má nefna að orðið þeytingur er einnig notað um ísrétt sem gengur líka undir heitinu bragðarefur og er útbúinn þannig að þeytt er saman ís, sælgæti, ávöxtum og sósu. Orkuskot er aftur á móti einnig notað um annars konar drykki, það er drykki sem gjarnan hafa mjög hátt magn koffíns og vítamína.

Aðlagaða tökuorðið smúðingur hefur einnig eitthvað verið notað. Það fellur betur að íslensku máli hvað varðar stafsetningu og beygingu en smoothie. Drekkur maður smúþíið eða smúþíinn? Kaupir maður tvo smúþía, tvö smúþí?

Mynd:

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

2.3.2016

Spyrjandi

Ólöf Jónsdóttir

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2016, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71515.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2016, 2. mars). Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71515

Ágústa Þorbergsdóttir. „Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2016. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71515>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?
Algengt er að nota tökuorðin smoothie og boost eða búst um þykka drykki sem eru maukaðir í blandara, til dæmis úr ávöxtum, skyri og klökum. Reynt hefur verið að finna íslenskt orð í staðinn fyrir þessi orð og má nefna að í nýyrðasamkeppni sem haldin var á degi íslenskrar tungu árið 2008 var meðal annars beðið um tillögu fyrir tökuorðið búst. Ýmsar tillögur bárust og vakti dómnefndin athygli á orðunum þeytingur, orkuþeytingur og orkuskot sem orðum sem hægt væri að nota í staðinn fyrir búst.

Svo virðist sem algengast sé að íslenska orðið þeytingur sé notað yfir þessa drykki og orðið orkuskot er einnig talsvert notað. Orðið orkuþeytingur hefur hins vegar ekki náð festu í málinu.

Algengast virðist að íslenska orðið þeytingur sé notað yfir drykkina sem nefndir eru í spurningunni. Orðið orkuskot er einnig talsvert notað.

Það má nefna að orðið þeytingur er einnig notað um ísrétt sem gengur líka undir heitinu bragðarefur og er útbúinn þannig að þeytt er saman ís, sælgæti, ávöxtum og sósu. Orkuskot er aftur á móti einnig notað um annars konar drykki, það er drykki sem gjarnan hafa mjög hátt magn koffíns og vítamína.

Aðlagaða tökuorðið smúðingur hefur einnig eitthvað verið notað. Það fellur betur að íslensku máli hvað varðar stafsetningu og beygingu en smoothie. Drekkur maður smúþíið eða smúþíinn? Kaupir maður tvo smúþía, tvö smúþí?

Mynd:

...