Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 41 svör fundust

category-iconFornfræði

Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?

Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?

Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?

Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...

category-iconHeimspeki

Hver var Plútarkos og hver eru hans helstu rit?

Plútarkos sonur Átóbúlosar frá Kæróneiu í Böótíu var grískur heimspekingur og ævisagnaritari, sem var uppi á fyrstu og annarri öld okkar tímatals. Hann fæddist um árið 46 og lést eftir árið 120. Plútarkos var föðurbróðir Sextosar, sem var einn af kennurum Markúsar Árelíusar, keisara Rómaveldis. Hann nam heimspeki ...

category-iconHeimspeki

Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?

Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...

category-iconHugvísindi

Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?

Ritheimildir segja frá veru Papa hér á landi áður en norrænir menn komu en að þeir hafi síðan horfið á braut. Þó að vissulega sé hægt að þreifa á gömlum handritum er líklega átt við annars konar áþreifanlegar sannanir. Gallinn við ritheimildir er sá að þær geta logið eða farið með fleipur, einkum og sér í lagi ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er hægt að greina bein áhrif fjölmiðla á hegðun fólks?

Á sunnudagskvöldi, þann 30. október 1938 (kvöldið fyrir hrekkjavöku, e. Halloween), flutti bandaríska útvarpsstöðin CBS leikritið Innrásina frá Mars (The War of the Worlds) sem byggt var á vísindaskáldsögu H. G. Wells (1866-1946). Að leikgerðinni stóðu Orson Welles (1915-1985), sem síðar varð frægur kvikmyndaleiks...

category-iconJarðvísindi

Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?

Upprunalegu spurningarnar voru: Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :) Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í g...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...

category-iconJarðvísindi

Hvenær sprakk sprengigígurinn hjá Santorini og hvaða áhrif hafði stórgosið þar?

Það má segja að Grikkland til forna, Krít og aðrar eyjar í Eyjahafi hafi verið vagga menningar Evrópu. Á seinni hluta bronsaldar, fyrir um 3600 árum, varð stórgos í Eyjahafi sem gerbreytti sögunni. Sprengigos á eynni Santorini eða Þeru í kringum árið 1625 f.Kr. er sennilega annað stærsta eldgos sem dunið hefur yfi...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?

Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...

category-iconFornleifafræði

Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?

Áður en þessu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. Fornleifar finnast á öllu þessu svæði og skipta hundruðum. Þær eru mjög fjölbreytilegar og margar afar merkilegar, þær elstu frá því um landnám. Flestar m...

category-iconFornfræði

Hvað voru borgríki Grikklands hið forna mörg og hver voru þau helstu?

Þessari spurningu er erfitt að svara af nákvæmni af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er saga Grikklands hins forna býsna löng og ólík borgríki voru leiðandi á ólíkum tímum. Í öðru lagi er erfitt að áætla nákvæma tölu grískra borgríkja á hverjum tíma. Varðveitt er rit um stjórnskipan Aþenu, sem eignað er heimspekingn...

category-iconJarðvísindi

Hefur gosið oft í Kverkfjöllum?

Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?

Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...

Fleiri niðurstöður