Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 34 svör fundust
Er gos fitandi?
Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...
Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?
Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...
Hvaða næringarefni eru í rauðmagalifur, sér í lagi magn A- og D-vítamína?
Til er afar gagnlegur vefur sem geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði. Gagnagrunnurinn heitir ÍSGEM og Matís hefur umsjón með honum. Í grunninum er hægt að finna fæðu, bæði eftir íslensku og ensku heiti. Upplýsingar um efnainnihald rauðmagalifrar er að finna í gagnagrunni sem Matís reku...
Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni?
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með tiltekinni tíðni, það er að segja tilteknum fjölda slaga á sekúndu. Þessi tíðni er valin þannig að bylgjurnar víxlverka sérstaklega við vatnssameindir í efni sem þær lenda á og hita síðan efnið sem vatnið er í. Auk vatns geta bylgjurnar líka hitað fitu og sykur en mismunandi efni ...
Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?
Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt. Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alve...
Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít?
Litur hænueggs fer eftir afbrigði hænunnar sem verpir því. Til eru mörg mismunandi afbrigði af hænsnum með mismunandi einkenni. Litur eggjaskurnar ræðst af erfðum og virðist haldast í hendur við lit eyrnasnepla. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrna...
Hvað er hollt mataræði?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...
Er lambablóð í Guinness-bjór?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...
Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?
Ekki eru til neinar staðfestar heimildir um mannát Ídí Amíns og þess vegna væri líklega réttarara að spyrja spurningarinnar: af hverju spunnust sagnir um það að Ídí Amín hafi verið mannæta? Það er ekki óalgengt að um ýmis illmenni sögunnar fari á kreik sögur um hræðileg voðaverk þeirra, til að mynda að þeir ét...
Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?
Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á franskbrauði og grófkornabrauði. Nýlega voru kynntar í British Medical Journal niðurstöður sem benda til þess að mikil neysla á hvítum hrísgrjónum geti aukið hættuna á sykursýki af tegund 2 (fullorðinssykursýki). ...
Er 1 lítri af léttmjólk léttari en lítri af nýmjólk og lítri af rjóma?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hve þungur er lítri af rjóma? Mjólkurfita er eðlisléttari en vatn og þar sem rjómi og mjólkurafbrigði (nýmjólk, léttmjólk og undanrenna) eru að stærstum hluta vatn getum við sagt til um röð eðlismassa þessara vökva ef við vitum fitumagnið í vökvanum. Magn annarra efna í þessum...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?
Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...
Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?
Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...
Hver er munurinn á kolvetnum og kaloríum?
Munurinn á kolvetnum og kaloríum er margvíslegur þótt bæði hugtökin tengist orku og varma og geti tengst mannslíkamanum. Kolvetni (e. carbohydrates) eru tiltekinn flokkur efna sem er skilgreindur nánar út frá samsetningu efnanna. Kaloría (e. calorie) er hins vegar mælieining um orku eða varma. Meðal annars er hægt...
Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...