Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Hver er uppskriftin af Coca-Cola?
  • Hver er efnablanda Coca-Cola?
  • Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það?

Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðunum eins og reglur gera ráð fyrir. Þar er þó ekki að finna upplýsingar um einstök bragðefni. Framleiðendur drykkjarins gera nokkuð úr því í markaðsskyni að sveipa uppskriftina leyndarhjúpi.

Innihaldslýsing á umbúðum sem innihalda sykrað Coca-Cola er eftirfarandi: Kolsýrt vatn, sykur, litarefni (karmellubrúnt E150d), sýrustillir (E338), náttúruleg bragðefni (meðal annars). Innihaldslýsing á sykurlausu kóki er mjög svipuð nema þar eru líka sýrustillarnir E330 (Coca-Cola Light) og E331 (Coca-Cola án sykurs) auk sætuefnis í stað sykurs.

Innihaldslýsing á 1,5 l franskri kókflösku.

Í innihaldslýsingum er efnum raðað eftir magni þannig að mest er af því sem fyrst er tilgreint, síðan kemur það sem næst mest er af og svo framvegis. Innihaldslýsingar tilgreina hins vegar ekki hversu mikið er af hverju efni en út frá töflunni um næringargildi er þó auðvelt að sjá hversu mikill sykurinn er þar sem magn sykurtegunda kemur fram þar undir.

Eins og innihaldslýsingin gefur til kynna er kók að langmestu leyti kolsýrt vatn, um það bil 90% ef marka má breska vefsíðu Coca-Cola. Næst mest er af sykri, það er að segja ef um sykrað kók er að ræða en í 100 ml af drykknum eru um 10,6 g af sykri. Ýmist er um að ræða súkrósa sem er venjulegur hvítur sykur unninn úr sykurreyr eða sykurrófum og gjarnan notaður í matargerð og bakstur, eða frúktósaríkt kornsíróp (e. high fructose corn syrup). Hvort notaður er sykur eða kornsíróp fer aðallega eftir því hvar í heiminum drykkurinn er seldur. Í Bandaríkjunum er til dæmis aðallega notað kornsíróp en í Evrópu og Ástralíu er aðallega notaður sykur. Í sykurlausu kóki eru notuð gervisætuefni til að gefa sæta bragðið, samkvæmt innihaldslýsingu eru það aspartam og asesúlfam-K. Þessi efni eru margfalt sætari en venjulegur sykur og því þarf minna magn af þeim enda eru sætuefnin talin upp síðustu í innihaldslýsingu sykurlausu drykkjanna.

Þriðja efnið í innihaldslýsingu fyrir sykrað kók (efni tvö í sykurlausum drykkjum) er litarefnið karmellubrúnt sem hefur númerið E150d. Þetta efni er mikið notað í matvælaiðnaði til þess að gefa karmellubrúnan lit og er einmitt ástæðan fyrir hinum dökka lit kóksins.

Fjórða efnið er fosfórsýra eða E338. Sýrum og sýrustillum er bætt út í drykkjarvörur til að koma í veg fyrir litarbreytingar, bragðbæta og stjórna sýrustigi. Fosfórsýran gefur kóki og öðrum kóladrykkjum einkennandi súrt bragð. Í Coca-Cola Light er einnig sítrónusýra E330 og í Coca-Cola án sykurs eru natrínsítröt E331.

Áratugum saman var uppskriftin af Coca-Cola geymd í bankahólfi. Frá 2011 hefur uppskriftin hins vegar verið geymd í öryggishvelfingu í World of Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Hvelfinginn er öllum sýnileg en uppskriftin ekki.

Í innihaldslýsingunni eru bragðefni tekin saman og ekki tilgreind að öðru leyti en því að koffín er nefnt sérstaklega. Koffínið gefur kóki beiskt bragð. Það er örvandi efni og hefur meðal annars áhrif á miðtaugakerfi og meltingu. Magn koffíns í hálfum lítra af kóki um það bil 48 mg bæði í sykruðu kóki og kóki án sykurs en aðeins meira eða um 65 mg í 500 ml í Coca-Cola Light.

Önnur bragðefni sem finnast í kóki eru ekki gefin upp í innihaldslýsingu. Margir hafa reynt að geta sér til um hvaða efni koma þar við sögu og þessi eru iðulega nefnd: olíur unnar úr vanillu, kanil, appelsínu, súraldini, sítrónum og lavender. Ekki er þó hægt að segja til um hvað af þessu er notað og í hvaða magni.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.6.2022

Spyrjandi

Sunneva Lind Benónísdótir, Sigurður Edgar Andersen, Davíð Ágústsson, Edvard Egilsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61362.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2022, 21. júní). Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61362

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61362>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?
Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Hver er uppskriftin af Coca-Cola?
  • Hver er efnablanda Coca-Cola?
  • Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það?

Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðunum eins og reglur gera ráð fyrir. Þar er þó ekki að finna upplýsingar um einstök bragðefni. Framleiðendur drykkjarins gera nokkuð úr því í markaðsskyni að sveipa uppskriftina leyndarhjúpi.

Innihaldslýsing á umbúðum sem innihalda sykrað Coca-Cola er eftirfarandi: Kolsýrt vatn, sykur, litarefni (karmellubrúnt E150d), sýrustillir (E338), náttúruleg bragðefni (meðal annars). Innihaldslýsing á sykurlausu kóki er mjög svipuð nema þar eru líka sýrustillarnir E330 (Coca-Cola Light) og E331 (Coca-Cola án sykurs) auk sætuefnis í stað sykurs.

Innihaldslýsing á 1,5 l franskri kókflösku.

Í innihaldslýsingum er efnum raðað eftir magni þannig að mest er af því sem fyrst er tilgreint, síðan kemur það sem næst mest er af og svo framvegis. Innihaldslýsingar tilgreina hins vegar ekki hversu mikið er af hverju efni en út frá töflunni um næringargildi er þó auðvelt að sjá hversu mikill sykurinn er þar sem magn sykurtegunda kemur fram þar undir.

Eins og innihaldslýsingin gefur til kynna er kók að langmestu leyti kolsýrt vatn, um það bil 90% ef marka má breska vefsíðu Coca-Cola. Næst mest er af sykri, það er að segja ef um sykrað kók er að ræða en í 100 ml af drykknum eru um 10,6 g af sykri. Ýmist er um að ræða súkrósa sem er venjulegur hvítur sykur unninn úr sykurreyr eða sykurrófum og gjarnan notaður í matargerð og bakstur, eða frúktósaríkt kornsíróp (e. high fructose corn syrup). Hvort notaður er sykur eða kornsíróp fer aðallega eftir því hvar í heiminum drykkurinn er seldur. Í Bandaríkjunum er til dæmis aðallega notað kornsíróp en í Evrópu og Ástralíu er aðallega notaður sykur. Í sykurlausu kóki eru notuð gervisætuefni til að gefa sæta bragðið, samkvæmt innihaldslýsingu eru það aspartam og asesúlfam-K. Þessi efni eru margfalt sætari en venjulegur sykur og því þarf minna magn af þeim enda eru sætuefnin talin upp síðustu í innihaldslýsingu sykurlausu drykkjanna.

Þriðja efnið í innihaldslýsingu fyrir sykrað kók (efni tvö í sykurlausum drykkjum) er litarefnið karmellubrúnt sem hefur númerið E150d. Þetta efni er mikið notað í matvælaiðnaði til þess að gefa karmellubrúnan lit og er einmitt ástæðan fyrir hinum dökka lit kóksins.

Fjórða efnið er fosfórsýra eða E338. Sýrum og sýrustillum er bætt út í drykkjarvörur til að koma í veg fyrir litarbreytingar, bragðbæta og stjórna sýrustigi. Fosfórsýran gefur kóki og öðrum kóladrykkjum einkennandi súrt bragð. Í Coca-Cola Light er einnig sítrónusýra E330 og í Coca-Cola án sykurs eru natrínsítröt E331.

Áratugum saman var uppskriftin af Coca-Cola geymd í bankahólfi. Frá 2011 hefur uppskriftin hins vegar verið geymd í öryggishvelfingu í World of Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Hvelfinginn er öllum sýnileg en uppskriftin ekki.

Í innihaldslýsingunni eru bragðefni tekin saman og ekki tilgreind að öðru leyti en því að koffín er nefnt sérstaklega. Koffínið gefur kóki beiskt bragð. Það er örvandi efni og hefur meðal annars áhrif á miðtaugakerfi og meltingu. Magn koffíns í hálfum lítra af kóki um það bil 48 mg bæði í sykruðu kóki og kóki án sykurs en aðeins meira eða um 65 mg í 500 ml í Coca-Cola Light.

Önnur bragðefni sem finnast í kóki eru ekki gefin upp í innihaldslýsingu. Margir hafa reynt að geta sér til um hvaða efni koma þar við sögu og þessi eru iðulega nefnd: olíur unnar úr vanillu, kanil, appelsínu, súraldini, sítrónum og lavender. Ekki er þó hægt að segja til um hvað af þessu er notað og í hvaða magni.

Heimildir og myndir:...