Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?

EDS

Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. Um sykrur má lesa í svari eftir Þuríði Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvað eru sykrur?

Súkrósi eða sykur er aðallega framleiddur úr sykurrófum og sykurreyr. Bragðið af súkrósanum, sykurbragðið, höfðar mjög til fólks. Vitað er að sykurframleiðsla var hafin á Indlandsskaga að minnsta kosti 500 árum f.Kr. og þaðan dreifðist þekkingin til annarra Asíulanda; Kína og víðar. Evrópumenn kynntust sykri líklega fyrst á tímum krossferðanna en sykur var þó fágæt vara í þeim heimshluta öldum saman. Sykurframleiðsla breiddist smám saman út um heiminn, til Evrópu og Nýja heimsins. Í dag er sykur framleiddur í meira en 100 löndum. Brasilía er mesta sykurframleiðsluland heims en þar á eftir kemur Indland, lönd Evrópusambandsins (tekin saman), Kína, Taíland og Bandaríkin.

Hvítur sykur gefur orku en engin önnur næringarefni.

Deilt hefur verið um ágæti sykurs en flestir eru á því að takmarka eigi sykurneyslu eins og kostur er. Sykur gefur mikla orku en orkunni fylgja engin önnur næringarefni eins og sannreyna má í næringarefnatöflu á vef Matís. Sú staðreynd að sykurbragð höfðar eins mikið til okkar og raun ber vitni hefur hins vegar leitt til framleiðslu og sölu á fjölda afurða sem innihalda mikið af viðbættum sykri, til dæmis afurða eins og gosdrykkja, sælgætis, ís og sætabrauðs margs konar. En þetta á einnig við um fjölmargar aðrar afurðir sem fólk neytir dags daglega.

Á vef Landlæknisembættisins er á það bent að neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á þyngdaraukningu og tannskemmdum og í raun sé viðbættur sykur óþarfi. Þarna er ekki bara um að ræða hvítan sykur heldur einnig hrásykur, púðursykur, melassa, síróp, agavesíróp, viðbættan ávaxtasykur og náttúrulegan sykur sem er til staðar í hunangi svo eitthvað sé nefnt. Í raun skiptir ekki máli hvaða tegund af sykri er um að ræða, almennt er ekki hollara að bæta í matvælin einni sykurtegund fremur en annarri.

Á vefnum íslenskt.is er að finna umfjöllun um sykur og tekin dæmi um nokkrar sykurtegundir:
  • Hvítur sykur (tvísykran súkrósi). Hreinsaður sykur sem búið er að vinna mikið og bleikja til að gera hann hvítan. Vegna þess hversu mikið hann er unnin, er hann næringarsnauður. „Tómar hitaeiningar”.
  • Púðursykur (e. brown sugar). Er mikið unninn sykur. Hann er tekinn seint í sykurferlinum og við hann er bætt svokölluðum melassa (síróp sem myndast við vinnslu sykurs) sem gerir hann brúnan og breytir bragðinu líka töluvert. Hann inniheldur mikinn raka og verður glerharður ef hann nær að þorna. Því dekkri sykur því meiri melassi.
  • Hrásykur. Óhreinsaður sykur. Það sem er betra við hann en hvítan sykur er að hann inniheldur töluvert meira af stein- og snefilefnum og B-vítamínum. Hann er því betri kostur en athugið að orkuinnihald hans er samt svipað og í öðrum sykri.
  • Náttúruleg sætuefni. Fyrir utan hrásykurinn má nefna hrísgrjónasíróp, epla- og perusíróp og agavesíróp. Innihalda einnig töluvert af stein- og snefilefnum og eru því betri kostur en hvíti sykurinn.
  • Ávaxtasykur (einsykran frúktósi) er sætari á bragðið en hvítur sykur og því hægt að nota minna magn af honum í til dæmis bakstri.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

8.1.2019

Spyrjandi

Þór Magnússon

Tilvísun

EDS. „Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60859.

EDS. (2019, 8. janúar). Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60859

EDS. „Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60859>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?
Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. Um sykrur má lesa í svari eftir Þuríði Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvað eru sykrur?

Súkrósi eða sykur er aðallega framleiddur úr sykurrófum og sykurreyr. Bragðið af súkrósanum, sykurbragðið, höfðar mjög til fólks. Vitað er að sykurframleiðsla var hafin á Indlandsskaga að minnsta kosti 500 árum f.Kr. og þaðan dreifðist þekkingin til annarra Asíulanda; Kína og víðar. Evrópumenn kynntust sykri líklega fyrst á tímum krossferðanna en sykur var þó fágæt vara í þeim heimshluta öldum saman. Sykurframleiðsla breiddist smám saman út um heiminn, til Evrópu og Nýja heimsins. Í dag er sykur framleiddur í meira en 100 löndum. Brasilía er mesta sykurframleiðsluland heims en þar á eftir kemur Indland, lönd Evrópusambandsins (tekin saman), Kína, Taíland og Bandaríkin.

Hvítur sykur gefur orku en engin önnur næringarefni.

Deilt hefur verið um ágæti sykurs en flestir eru á því að takmarka eigi sykurneyslu eins og kostur er. Sykur gefur mikla orku en orkunni fylgja engin önnur næringarefni eins og sannreyna má í næringarefnatöflu á vef Matís. Sú staðreynd að sykurbragð höfðar eins mikið til okkar og raun ber vitni hefur hins vegar leitt til framleiðslu og sölu á fjölda afurða sem innihalda mikið af viðbættum sykri, til dæmis afurða eins og gosdrykkja, sælgætis, ís og sætabrauðs margs konar. En þetta á einnig við um fjölmargar aðrar afurðir sem fólk neytir dags daglega.

Á vef Landlæknisembættisins er á það bent að neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á þyngdaraukningu og tannskemmdum og í raun sé viðbættur sykur óþarfi. Þarna er ekki bara um að ræða hvítan sykur heldur einnig hrásykur, púðursykur, melassa, síróp, agavesíróp, viðbættan ávaxtasykur og náttúrulegan sykur sem er til staðar í hunangi svo eitthvað sé nefnt. Í raun skiptir ekki máli hvaða tegund af sykri er um að ræða, almennt er ekki hollara að bæta í matvælin einni sykurtegund fremur en annarri.

Á vefnum íslenskt.is er að finna umfjöllun um sykur og tekin dæmi um nokkrar sykurtegundir:
  • Hvítur sykur (tvísykran súkrósi). Hreinsaður sykur sem búið er að vinna mikið og bleikja til að gera hann hvítan. Vegna þess hversu mikið hann er unnin, er hann næringarsnauður. „Tómar hitaeiningar”.
  • Púðursykur (e. brown sugar). Er mikið unninn sykur. Hann er tekinn seint í sykurferlinum og við hann er bætt svokölluðum melassa (síróp sem myndast við vinnslu sykurs) sem gerir hann brúnan og breytir bragðinu líka töluvert. Hann inniheldur mikinn raka og verður glerharður ef hann nær að þorna. Því dekkri sykur því meiri melassi.
  • Hrásykur. Óhreinsaður sykur. Það sem er betra við hann en hvítan sykur er að hann inniheldur töluvert meira af stein- og snefilefnum og B-vítamínum. Hann er því betri kostur en athugið að orkuinnihald hans er samt svipað og í öðrum sykri.
  • Náttúruleg sætuefni. Fyrir utan hrásykurinn má nefna hrísgrjónasíróp, epla- og perusíróp og agavesíróp. Innihalda einnig töluvert af stein- og snefilefnum og eru því betri kostur en hvíti sykurinn.
  • Ávaxtasykur (einsykran frúktósi) er sætari á bragðið en hvítur sykur og því hægt að nota minna magn af honum í til dæmis bakstri.

Heimildir og mynd:

...