- Hvítur sykur (tvísykran súkrósi). Hreinsaður sykur sem búið er að vinna mikið og bleikja til að gera hann hvítan. Vegna þess hversu mikið hann er unnin, er hann næringarsnauður. „Tómar hitaeiningar”.
- Púðursykur (e. brown sugar). Er mikið unninn sykur. Hann er tekinn seint í sykurferlinum og við hann er bætt svokölluðum melassa (síróp sem myndast við vinnslu sykurs) sem gerir hann brúnan og breytir bragðinu líka töluvert. Hann inniheldur mikinn raka og verður glerharður ef hann nær að þorna. Því dekkri sykur því meiri melassi.
- Hrásykur. Óhreinsaður sykur. Það sem er betra við hann en hvítan sykur er að hann inniheldur töluvert meira af stein- og snefilefnum og B-vítamínum. Hann er því betri kostur en athugið að orkuinnihald hans er samt svipað og í öðrum sykri.
- Náttúruleg sætuefni. Fyrir utan hrásykurinn má nefna hrísgrjónasíróp, epla- og perusíróp og agavesíróp. Innihalda einnig töluvert af stein- og snefilefnum og eru því betri kostur en hvíti sykurinn.
- Ávaxtasykur (einsykran frúktósi) er sætari á bragðið en hvítur sykur og því hægt að nota minna magn af honum í til dæmis bakstri.
- Sugar - Wikipedia. (Skoðað 4.1.2019).
- Upplýsingar um sykurneyslu - Embætti landlæknis. (Skoðað 4.1.2019).
- Íslenskt grænmeti - Sölufélag garðyrkjumanna » Heilsa og lífstíll » Hvað er sykur. (Skoðað 4.1.2019).
- sykur.xls - Naering_sykur.pdf - Matís. (Skoðað 4.1.2019).
- Free photo: Sugar, Spoon, Cutlery, Sweeteners - Free Image on Pixabay - 485045. (Sótt 4.1.2019).