Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 41 svör fundust
Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Ég var að ræða við doktor í jarðfræði sem hélt því fram að við hlýnun Íshafsins myndi Golfstraumurinn halda áfram yfir norðurskautið og allt til Asíu. Ég hef alltaf haldið að það sem knýr Golfstrauminn sé þegar ískaldur sjórinn sekkur til botns þá dragi hann til sín yfir...
Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?
Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...
Hvað er ljóð?
Samkvæmt Íslenskri orðabók er ljóð:ljóðrænn texti þar sem hrynjandi og myndmáli er meðal annars beitt markvisst, stuðlar eru áberandi og rím er oft notað, er annaðhvort háttbundinn, þar sem skipan þessara og fleiri atriða fer eftir föstum reglum, eða frjáls, án slíkra reglna […] (Íslensk orðabók, bls. 916).Í ljóðu...
Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...
Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?
Augu okkar skynja dagsbirtu með sérstökum skynfrumum. Þessar frumur eru með litarefni sem brotnar niður við tiltekna orku ljóseinda í sýnilega ljósinu (400-700 nm) og við það fara af stað taugaboð. Stafir og keilur eru skynnemarnir sem koma að venjulegri sjónskynjun okkar. Frá þeim fara boð um ljós til heilabarkar...
Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?
Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst. Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi s...
Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu?
Holdafar fólks ákvarðast af lifnaðarháttum og erfðum. Illa hefur gengið að finna þá erfðastofna sem ákvarða holdafar og þar með offitu en það kann að vera að breytast. Nýlega hefur tekist að finna erfðagalla sem veldur offitu í músum. Rannsóknir á þessum dýrum hafa aukið skilning manna á því hvernig holdafari er s...
Hvað er leif í sagnfræði?
Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...
Hver er munurinn á skjali og skýrslu?
Í stuttu máli er skýrsla stundum ýtarlegri heimild heldur en skjal. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 er til að mynda um 2.000 síður og var gefin út í níu bindum. Fáum hefði dottið í hug að nefna slíkan doðrant skjal. Annar munur er sá að skýrslur geta veri...
Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...
Hvað hefur vísindamaðurinn Valdimar Sigurðsson rannsakað?
Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu, en Valdimar hefur birt yfi...
Hver er siðferðisgrundvöllur ríkisrekinna fjölmiðla og skylduáskriftar?
Engin algild rök mæla með skylduáskrift að fjölmiðlum, heldur verður að leita sögulegra skýringa til að átta sig á því að hún tíðkast hjá allmörgum þjóðum í okkar heimshluta. Í svarinu eru rakin helstu rök þeirra sem takast á um þessi mál og í lokin er farið yfir líklegustu kosti í þróuninni á næstu árum. Reyndar...
Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?
Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...
Eru öll dýr með hjarta?
Lífverur sem tilheyra dýraríkinu (Animalia) eru mjög ólíkar, allt frá einfruma frumdýrum (Protozoa) til stærstu hvala. Mörg dýr hafa eitt hjarta sem dælir blóði um æðakerfi. Þannig flytja þau súrefnis um líkamann. Þetta er þó ekki einhlítt. Í dýraríkinu tíðkast ýmsar leiðir til þess að koma súrefni til frumna. Stu...
Hvað er fjölmenningarhyggja? Verður hún að lokum til þess að allir í heiminum tilheyri sömu þjóðinni?
Í textanum er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er fjölmenningarhyggja? (Ingibjörg Óskarsdóttir) Hvað er fjölmenning? (Ágúst Sigurður, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Friðrik Stefánsson, Sóley Sigurðardóttir) Hvernig er fjölmenningarlegt samfélag skilgreint? (Eyþór Benediktsson, Kristbjörn Hauksson) Eiga land...