Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 73 svör fundust
Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?
Þó líkamsstarfsemin sé í lágmarki þegar við sofum er engu að síður ýmislegt í gangi sem krefst orku; við drögum andann, hjartað slær, blóðið rennur, heilinn er virkur, við byltum okkur og svona mætti áfram telja. Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið ath...
Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?
Það er breytilegt á milli einstaklinga hversu mörgum heitaeiningum þeir brenna við ákveðnar athafnir, til dæmis við hlaup. Líkamsþyngdin hefur þar mikið að segja, þungir einstaklingar brenna fleiri hitaeiningum en þeir sem eru léttari. Landslagið sem hlaupið er í skiptir líka máli því það krefst óneitanlega meiri...
Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?
Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykur...
Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?
Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna. Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samning...
Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?
Svarið við þessari spurningu er jákvætt þrátt fyrir að við fyrstu sýn virðist það ómögulegt. Þegar talað er um að fólk sé í tilteknum blóðflokki þýðir það í raun að það hafi ákveðnar tegundir mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum. Fólk í A-flokki hefur A-mótefnavaka, fólk í B-flokki hefur B-mótefnavaka og AB-b...
Af hverju þarf maður að borða?
Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...
Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...
Hvað er múmía?
Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...
Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...
Hvað er selen og til hvers þurfum við það?
Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...
Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?
Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt. Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alve...
Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?
Adamsepli er annað nafn yfir barkakýli sem er efsti og gildasti hluti barkans og tengir saman kok og barka. Barkakýlið er úr brjóski og á hálsi karlmanna skagar það oft út. Heitið Adamsepli á rætur að rekja til seinni tíma útskýringar á fyrstu bók Móse. Útskýringin hljómar þannig að skilningstré góðs og ills ha...
Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?
Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...
Af hverju grátum við?
Fólk grætur oft þegar eitthvað kemur því í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar það upplifir sorg, gleði eða sársauka. Það er hins vegar ekki vitað nákvæmlega hvers vegna þessi viðbrögð koma fram. Maðurinn er ekki eina lífveran sem gefur frá sér hljóð við hryggð eða sársauka því rannsóknir hafa sýnt að flest...
Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?
Um háspennulínur flæðir gífurlegur rafstraumur með hárri spennu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta þýðir meðal annars að spennumunur frá línunum til jarðar er mikill og því leitar rafstraumurinn niður í jörð ef mögulegt er. Manneskja sem snertir háspennulínu stendur að öllum líkindum á jörðinni eða öðr...