Manneskja sem er 70 kg brennir um 63 hitaeiningum á hverri klukkustund þegar hún sefur. Það þýðir að átta tíma svefn krefst rétt rúmlega 500 hitaeininga. Ef þetta er sett í samhengi þá krefst góður nætursvefn svipaðs fjölda hitaeininga og er að finna í 100 g af kartöfluflögum eða um sex meðalstórum eplum. Með því að ganga rösklega í um tvær klukkustundir eða skokka rólega í tæpa klukkustund má brenna sama fjölda hitaeininga og líkaminn notar þegar sofið er í átta klukkustundir. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? eftir Magnús Jóhannsson
- Hver er munurinn á kolvetnum og kaloríum? eftir Þorstein Vilhjálmsson og Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Brennur maður einhverjum hitaeiningum í svefni og ef svo er, hvað brennur meðal maður mörgum hitaeiningum ef sofið er í um 8 klst?