Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?

Í svari við spurningunni Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? var eilítið fjallað um smávaxna hnísutegund sem lifir á afmörkuðu svæði í Mexíkóflóa undan ströndum N-Ameríku og kallast á erlendum tungumálum Vaquita (Phocoena sinus). Þessi tegund hefur yfirleitt verið talin sjaldgæfasta sjávarspendýrið enda er heil...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að nota orðin „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ þegar menn vinna til verðlauna?

Orðið verðlaun er eitt þeirra orða sem ekki eru notuð í eintölu. Með slíkum orðum eru notaðar svonefndar fleirfaldstölur. Þær eru einir, tvennir, þrennir, fernir. Einir er fleirfaldstala um eina einingu, tvennir um tvær einingar og svo framvegis. Sem dæmi mætti nefna: „Ég á eina skó“. Þá er átt við eitt par af...

category-iconLandafræði

Hvað eru til margar konur í heiminum?

Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...

category-iconSálfræði

Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?

Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?

ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar. Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grun...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð geimurinn til?

Vísindamenn telja núna að alheimurinn hafi orðið til í svonefndum Miklahvelli. Kenningin um Miklahvell byggist á því að alheimurinn er sífellt að þenjast út og menn gera ráð fyrir því að útþenslan hafi staðið allt frá upphafi alheimsins. Ef það er rétt hefur efni alheimsins í upphafi verið óendanlega þétt. Tal...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?

Heims um ból helg eru jólSvona hefst hinn þekkti jólasálmur Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) sem sunginn er við lag Franz Gruber (1787-1863). Orðaröðin er ungum lesendum líklega framandi og jafnvel merking einstakra orða. Hér merkir 'ból' byggð eða annað aðsetur manna, samanber orðalagið 'hvergi á byggðu ból...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með ...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur g-ið í g-strengs nærbuxum?

Það sem heimildum okkar ber saman um í þessum efnum er að uppruni orðsins G-string í ensku er óviss. Ef það vefst fyrir einhverjum hvers konar klæðaplagg er um að ræða þá er hér átt við nærbuxur sem eru örmjóar að aftan og hylja ekki rasskinnarnar. Seint á 19. öld var orðið G-string eða geestring haft um lendas...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?

Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað yrði köngulóarvefur sem næði kringum jörðina þungur?

Til eru margar tegundir af köngulóm og því er ekki þess að vænta að vefur þeirra sé allur eins. Sjálfsagt er það ein ástæðan til þess að heimildum ber ekki alveg saman um þessa hluti. En með þetta í huga verður hér aðeins gefin gróf hugmynd eða dæmi um massa köngulóarvefs. Slíkt er raunar oft gert í vísindum, ...

category-iconNæringarfræði

Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?

Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru. Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort eru menn út eða úti um allt?

Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju dreymir mann?

Draumar hafa löngum þótt merkilegir og jafnvel verið taldir geta gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðina eða um manns eigið ómeðvitaða hugarstarf. Ekki er þó ýkja langt síðan farið var að rannsaka þá á vísindalegan hátt. Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju fólk dreymir. Ein hugmynd er sú að draumar séu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?

Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...

Fleiri niðurstöður