Heims um ból helg eru jólSvona hefst hinn þekkti jólasálmur Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) sem sunginn er við lag Franz Gruber (1787-1863). Orðaröðin er ungum lesendum líklega framandi og jafnvel merking einstakra orða. Hér merkir 'ból' byggð eða annað aðsetur manna, samanber orðalagið 'hvergi á byggðu bóli'. 'Heims um ból' mætti því útleggja sem 'í hverri byggð heimsins' eða 'um allan heim'. Merking línunnar í heild sinni er því á þennan veg: Helg jól eru nú haldin um heim allan.
Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?
Útgáfudagur
21.12.2004
Spyrjandi
Fríða Halldórsdóttir, f. 1994
Tilvísun
Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4676.
Einar Örn Þorvaldsson. (2004, 21. desember). Hvað merkja orðin 'Heims um ból'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4676
Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4676>.