Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?

Ívar Daði Þorvaldsson

ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar.

Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grunntala hvers námsárs. Miðað er við að eitt ár í háskóla sé á bilinu 1500-1800 vinnustundir. Hver ECTS-eining er þá 25-30 vinnustundir. Engu skiptir hve margar kennsluvikur eru í námskeiði en einingarnar eiga að segja til um hve mikla vinnu meðalnámsmaður þarf að leggja á sig til að ná tilteknum áfanga.


Háskólatorg Háskóla Íslands.

Með samræmingu sem þessari er mun einfaldara fyrir nemendur að færa sig á milli háskóla. Þannig ætti að vera tryggt að nemendur hvaðanæva af hafi lagt að jafnaði jafnmikið á sig til að öðlast ákveðna menntun. Auk þess ættu nemendur að gera sér betur grein fyrir því hve mikla vinnu þarf að inna af hendi í hinum mismunandi háskólum. Vissulega er þetta ákveðið meðaltal og eins og með margt annað enginn heilagur sannleikur. Sumir þurfa að verja meiri tíma í námið en aðrir.

Nýtt einingakerfi í framhaldsskólum var tekið upp veturinn 2010-2011. Það byggir einnig á ECTS-einingum en þar kemur fram að miðað er við að þriggja daga vinna skili af sér einni einingu. Fullt skólaár sé þannig 60 einingar þar sem gert er ráð fyrir 180 námsdögum. Enn fremur er ekki gert ráð fyrir sérstökum kennslu- eða prófdögum en það kemur sér einkar vel fyrir starfsnámsbrautir þar sem hefðbundin próf eru ekki haldin. Þannig er hægt að stytta námstímann en halda sama námsdagafjölda.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.10.2010

Spyrjandi

Baldur Gunnlaugsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?“ Vísindavefurinn, 15. október 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=13583.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 15. október). Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13583

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13583>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?
ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar.

Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grunntala hvers námsárs. Miðað er við að eitt ár í háskóla sé á bilinu 1500-1800 vinnustundir. Hver ECTS-eining er þá 25-30 vinnustundir. Engu skiptir hve margar kennsluvikur eru í námskeiði en einingarnar eiga að segja til um hve mikla vinnu meðalnámsmaður þarf að leggja á sig til að ná tilteknum áfanga.


Háskólatorg Háskóla Íslands.

Með samræmingu sem þessari er mun einfaldara fyrir nemendur að færa sig á milli háskóla. Þannig ætti að vera tryggt að nemendur hvaðanæva af hafi lagt að jafnaði jafnmikið á sig til að öðlast ákveðna menntun. Auk þess ættu nemendur að gera sér betur grein fyrir því hve mikla vinnu þarf að inna af hendi í hinum mismunandi háskólum. Vissulega er þetta ákveðið meðaltal og eins og með margt annað enginn heilagur sannleikur. Sumir þurfa að verja meiri tíma í námið en aðrir.

Nýtt einingakerfi í framhaldsskólum var tekið upp veturinn 2010-2011. Það byggir einnig á ECTS-einingum en þar kemur fram að miðað er við að þriggja daga vinna skili af sér einni einingu. Fullt skólaár sé þannig 60 einingar þar sem gert er ráð fyrir 180 námsdögum. Enn fremur er ekki gert ráð fyrir sérstökum kennslu- eða prófdögum en það kemur sér einkar vel fyrir starfsnámsbrautir þar sem hefðbundin próf eru ekki haldin. Þannig er hægt að stytta námstímann en halda sama námsdagafjölda.

Heimildir:

Mynd:...