Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort eru menn út eða úti um allt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“ má líta svo á að um stefnu sé að ræða, hvert sem litið var lá drasl. Svipað er að segja um sólina í ljóði Hannesar Hafstein:
Geislar hennar út um allt

eitt og sama skrifa,

á hagann grænan, hjarnið kalt:

Himneskt er að lifa.
Geislarnir eru á ferðinni, um stefnu er að ræða, og þeir skrifa út um allt að himneskt sé að lifa. Í dæminu: „Jón var úti um allt að smala fyrir kosningarnar“ má líta svo á að Jón hafi verið víða utan húss í leit að stuðningsmönnum. Ef menn eru á þeytingi utan húss eru þeir úti um allt.

Í ljóði Hannesar Hafstein eru geislar sólarinnar út um allt þar sem geislarnir eru á ferðinni. Um stefnu er að ræða.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.3.2013

Spyrjandi

Alexander Gunnar Kristjánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort eru menn út eða úti um allt?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2013, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64235.

Guðrún Kvaran. (2013, 26. mars). Hvort eru menn út eða úti um allt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64235

Guðrún Kvaran. „Hvort eru menn út eða úti um allt?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2013. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64235>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort eru menn út eða úti um allt?
Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“ má líta svo á að um stefnu sé að ræða, hvert sem litið var lá drasl. Svipað er að segja um sólina í ljóði Hannesar Hafstein:

Geislar hennar út um allt

eitt og sama skrifa,

á hagann grænan, hjarnið kalt:

Himneskt er að lifa.
Geislarnir eru á ferðinni, um stefnu er að ræða, og þeir skrifa út um allt að himneskt sé að lifa. Í dæminu: „Jón var úti um allt að smala fyrir kosningarnar“ má líta svo á að Jón hafi verið víða utan húss í leit að stuðningsmönnum. Ef menn eru á þeytingi utan húss eru þeir úti um allt.

Í ljóði Hannesar Hafstein eru geislar sólarinnar út um allt þar sem geislarnir eru á ferðinni. Um stefnu er að ræða.

Mynd:...