Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6041 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?

Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju vöskum við upp en ekki niður?

Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Vaskað upp. Í dönsku eru einnig heimildir um ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...

category-iconHagfræði

Hvað er píramídasvindl?

Fjársöfnun, þar sem lofað er hárri ávöxtun og inngreiðslur frá síðari fjárfestum eru notaðar til að standa við loforð til fyrri fjárfesta, er oft kennd við píramída. Fyrstu fjárfestarnir eru þá hugsaðir sem efsta lag píramída. Til þess að geta greitt þeim þá ávöxtun sem þeim var lofað þarf næsta lag píramídans ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna? Hvað er svona merkilegt við aloe vera? Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt? Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?

Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?

Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Með hvers konar andfælum vakna menn upp?

Orðið andfælur (kvk. ft.) merkir 'ofboð' og sambandið að vakna upp með andfælum merkir að 'vakna snöggt og í ofboði'. Sambandið er notað með fleiri sögnum eins og þjóta upp, rjúka upp, hrökkva upp. Andfælur eitt og sér þekkist þegar í upphafi 17. aldar úr lækningabók Odds Oddssonar prests á Reynivöllum og er elsta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Upp við hvaða dogg rísa menn?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)? Orðið doggur þekkist í málinu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna og hvaðan kemur orðasambandið? Sögnin að stytta merkir ‘að gera eitthvað styttra’ eins og stytta flík. Þegar konur gengu daglega í síðum pilsum og þurftu að fara til dæmis yfir blautt gras eða þýft landslag styttu þær s...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?

Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til regla til að vita hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Til dæmis orð eins og: Dyr, fólk, hús og fleiri? Flest nafnorð eru þess eðlis að þau eru bæði notuð í eintölu og fleirtölu. Eintala táknar yfirleitt að um sé að ræða einn einstakling, eitt stykki af einh...

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun. Í rannsóknum sínum hefur Ólöf skoðað samverkandi áhrifa næringar og hreyfin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?

Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...

Fleiri niðurstöður