Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1130 svör fundust
Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?
Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu ri...
Í hvaða röð er réttast að lesa bréf og bækur Gamla testamentisins sögulega?
Bækur Gamla testamentisins standa nokkurn veginn í sögulegri röð í Biblíunni. Fyrstar eru sögubækurnar. Í Mósebókunum fimm er greint frá forsögunni, ættfeðrunum, ánauð Ísraelsþjóðarinnar í Egyptalandi, frelsun hennar þaðan, lögmálinu og ferðinni til fyrirheitna landsins. Jósúa- og Dómarabækur greina frá töku l...
Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?
Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér. Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og að...
Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?
Sunna Símonardóttir er nýdoktor í félagsfræði og stundakennari í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og birt greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð...
Voru biskupar barðir fyrr á öldum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunn...
Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?
Spænski rannsóknarrétturinn var tilraun rómversk-kaþólsku kirkjunnar og spænsku krúnunnar til að stöðva útbreiðslu trúvillu. Á miðöldum voru margir mismunandi trúarhópar á Spáni, þá sérstaklega kaþólikkar, múslímar og gyðingar. Kirkjan hafði þó mestar áhyggjur af nýkristnum mönnum sem tekið höfðu kristna trú a...
Hvað sannar að Jesús Kristur sé til?
Kristur er ekki eftirnafn eða síðara nafn Jesú, heldur fela orðin Jesús Kristur í sér trúarjátningu af hálfu kristinna manna. Þessi tvö orð merkja raunar Jesús er Kristur en Kristur er gríska og merkir það sama og Messías á hebresku. Kristur eða Messías þýðir hins vegar hinn smurði á íslensku. Trúarjátningin Jesús...
Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er að vinna í verkefni sem tengist gömlum þjóðsögum. Mig vantar samt góða heimild um sendingar í þjóðsögum og er að spá hvort að þig getið hjálpað mér með það. Spurning mín til ykkar er: Hvað eru sendingar, hvort eru þær draugar eða djöflar? Hugtakið sending er í þjó...
Hvað er staðalfrávik?
Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...
Af hverju límist lím?
Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó. Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur lí...
Hvað er mölur?
Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella). Hér áður fyrr var skordýrið hinn mesti skaðvaldur í híbýlum manna en lirfur þess leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Fyrirbærið hefur oft verið nefnt fatamölur. Fatam...
Hver er uppruni orðsins "mella"?
Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’. Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt;...
Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?
Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...
Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar?
Tannkrem eru hönnuð til að halda tönnunum hreinum og hvítum og í þeim eru ýmis efni sem gegna þeim tilgangi. Kannski er ofmælt að sykurinn geri tennurnar svartar en hann veldur tannskemmdum og þær verða oftast dökkar á litinn af fæðu eða öðru sem í munninn fer. Sykurinn er mikilvæg næring fyrir sýklana sem valda t...
Hver fann kryddið upp (ekki jurtina) og hvenær?
Spyrjandi á líklega við það hver hafi fyrstur tekið upp á því að nota kryddjurtir með mat, væntanlega kjöti eða fiski. Mörgum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að svara með því að tilgreina ákveðinn mann, einfaldlega vegna þess að þetta gerðist "áður en sögur hófust" sem kallað er, það er að segja fyrir þann t...