Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 62 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það?

Heftarinn á sér langa sögu. Um 1200 byrjuðu menn að festa saman pappír með því að gera göt vinstra megin á pappírinn og festa þau saman með borða. Nær 600 ár liðu án mikilla framfara. Fyrsta heftivélin sem sögur fara af á að hafa verið gerð á fyrri hluta 18. aldar fyrir Lúðvík XV. Frakklandskonung, en í þeirri hef...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður kul í tennurnar?

Tannkul eða viðkvæmni í tönnum getur komið fram þegar fólk borðar eða drekkur eitthvað kalt eða heitt, sætt eða súrt. Snerting við tennur getur líka í sumum tilfellum valdið sársauka og einnig ef kalt loft leikur um þær. Viðkvæmnin stafar af örvun frumna inni í örsmáum göngum sem eru í tannbeininu (e. dentin) ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni langvinnrar flúoreitrunar í skepnum?

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Um einkenni bráðrar flúoreitrunar er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hver eru helst...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?

Sinar eru úr þéttum bandvef og tengja vöðva við bein. Á handarbaki eru sinar sem sjá um að rétta fingur en í lófa eru þær sinar sem beygja fingur. Átta bein mynda úlnliðinn og lófamegin liggur trefjabandvefur (e. flexor retinaculum) milli fjögurra þeirra og myndar göng (e. carpal tunnel) sem sinarnar liggja um. Fl...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir?

Þegar húðflúr er búið til er litarefnum sprautað djúpt inn í húðina um lítil göt sem gerð eru á húðþekjuna. Litaragnirnar eru það stórar að átfrumur líkamans ná ekki að fjarlægja þær. Litarefnin, og þar með húðflúrið, sitja því þar það sem eftir er ævinnar nema sérstakar aðgerðir komi til. Til eru nokkrar aðfe...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?

Það eru margir hjartagallar sem börn greinast með en á Íslandi eru það þrír sem eru algengastir: Op á milli gátta (e. atrial septal defect, skammstafað ASD). Op milli slegla (e. ventricular septal defect, skammstafað VSD). Opin fósturæð (e. patent ductus arterio, skammstafað PDA). Op á milli gátta Stun...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir glútenóþol sér?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er glúten? Getið þið bent mér á greinargóðar heimildir um glútenóþol (celiac sprue)? Glúten er prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í korntegundum eins og hveiti, byggi og rúg. Víða um heim er algengt að matvæli séu merkt sem glútensnauð og margir veitingastaðir bjóða upp...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hverju er laufblað?

Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?

Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari. Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með tiltekinni tíðni, það er að segja tilteknum fjölda slaga á sekúndu. Þessi tíðni er valin þannig að bylgjurnar víxlverka sérstaklega við vatnssameindir í efni sem þær lenda á og hita síðan efnið sem vatnið er í. Auk vatns geta bylgjurnar líka hitað fitu og sykur en mismunandi efni ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð?

Samkynhneigðir karlar mega ekki gefa blóð vegna þess að taldar eru meiri líkur á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni (HIV) en gagnkynheigðir karlar eða konur yfirleitt, hvort sem þær eru samkynhneigðar eða gagnkynhneigðar. Samkynhneigðir karlar eru því í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir ásamt þeim...

category-iconHugvísindi

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma. Kínamúrinn á fallegum degi. Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr...

category-iconVísindi almennt

Hver er tilgangur litlu plasthnúðanna á enda skóreima?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað heitir plastið á enda skóreima? kallast þetta stykki hólkur (e. aglet). Orðið er þó lítið notað og hefur varla fest sig í sessi. Hólk af þessu tagi er ekki aðeins að finna á enda skóreima heldur einnig til að mynda á reimum í buxum og peysum og gegnir þar sama tilga...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?

Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur...

category-iconLæknisfræði

Duga smokkar alltaf?

Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum. Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var ...

Fleiri niðurstöður