Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari.

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda á höfðinu á flestum, enda er hár fjölliða og það sama má segja um til dæmis gúmmí og silki. Þetta eru dæmi um náttúrlegar fjölliður þar sem litlar og hreyfanlegar sameindir eru tengdar í flókna keðju.

Fjölliður eru einnig framleiddar í verksmiðjum. Tilbúin plastefni eru væntanlega þekktasta dæmið um slíkar fjölliður.

Teflonhúð getur flagnað lítillega af pottum og pönnum og borist þannig í matinn. Það er ekki skaðlegt þar sem efnið fer ómelt beint gegnum meltingarveginn líkt og trefjaefni.

Tetraflúoreten er dæmi um flúorkolefnissamband þar sem öllum fjórum vetnisatómunum í eteni er skipt út fyrir flúoratóm. Flúorkolefnissambönd mynda sérstakt svið innan lífrænnar og ólífrænnar efnafræði. Þau þykja mikilvæg vegna þess að C-F-tengið er svo sterkt að það er nær alveg ónæmt fyrir árásum annarra sameinda.

Við fjölliðun tetraflúoretens myndast svonefnt polytetraflúoreten (PTFE). Það hefur mikið hitaþol og styrk og þar að auki hefur það þann eiginleika að flest efni loða afar illa við það.

En hvernig fara menn þá að því að láta teflonið loða við pönnuna? Pannan er yfirleitt gerð úr einhverjum málmi. Málmurinn er fyrst sandblásinn og við það koma lítil göt, rifur og rispur í málminn. Því næst er þunnum teflongrunni úðað yfir sandblásinn málminn. Grunnurinn fer ofan í rifurnar og rispurnar. Þetta er síðan hitað og þegar teflonið harðnar er það fast við pönnuna. Ekki þó þannig að það loði við hana heldur festist það inni í rifunum og rispunum. Síðan er meira tefloni úðað yfir það hitað og þá festist það við teflongrunninn. Þá er komið gott teflon-lag ofan á pönnuna.

Teflon er ekki bara notað í potta og pönnur, heldur einnig í þéttiefni, slöngur og í ílát undir hættulega vökva. Það er einnig grunnurinn að efninu Goretex, sem hleypir vatnsgufu í gegnum sig en er vatnsþétt gagnvart vatni á vökvaformi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.5.2012

Spyrjandi

Þráinn Steinsson, Vigfús Rúnarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62495.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2012, 4. maí). Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62495

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62495>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?
Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari.

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda á höfðinu á flestum, enda er hár fjölliða og það sama má segja um til dæmis gúmmí og silki. Þetta eru dæmi um náttúrlegar fjölliður þar sem litlar og hreyfanlegar sameindir eru tengdar í flókna keðju.

Fjölliður eru einnig framleiddar í verksmiðjum. Tilbúin plastefni eru væntanlega þekktasta dæmið um slíkar fjölliður.

Teflonhúð getur flagnað lítillega af pottum og pönnum og borist þannig í matinn. Það er ekki skaðlegt þar sem efnið fer ómelt beint gegnum meltingarveginn líkt og trefjaefni.

Tetraflúoreten er dæmi um flúorkolefnissamband þar sem öllum fjórum vetnisatómunum í eteni er skipt út fyrir flúoratóm. Flúorkolefnissambönd mynda sérstakt svið innan lífrænnar og ólífrænnar efnafræði. Þau þykja mikilvæg vegna þess að C-F-tengið er svo sterkt að það er nær alveg ónæmt fyrir árásum annarra sameinda.

Við fjölliðun tetraflúoretens myndast svonefnt polytetraflúoreten (PTFE). Það hefur mikið hitaþol og styrk og þar að auki hefur það þann eiginleika að flest efni loða afar illa við það.

En hvernig fara menn þá að því að láta teflonið loða við pönnuna? Pannan er yfirleitt gerð úr einhverjum málmi. Málmurinn er fyrst sandblásinn og við það koma lítil göt, rifur og rispur í málminn. Því næst er þunnum teflongrunni úðað yfir sandblásinn málminn. Grunnurinn fer ofan í rifurnar og rispurnar. Þetta er síðan hitað og þegar teflonið harðnar er það fast við pönnuna. Ekki þó þannig að það loði við hana heldur festist það inni í rifunum og rispunum. Síðan er meira tefloni úðað yfir það hitað og þá festist það við teflongrunninn. Þá er komið gott teflon-lag ofan á pönnuna.

Teflon er ekki bara notað í potta og pönnur, heldur einnig í þéttiefni, slöngur og í ílát undir hættulega vökva. Það er einnig grunnurinn að efninu Goretex, sem hleypir vatnsgufu í gegnum sig en er vatnsþétt gagnvart vatni á vökvaformi.

Heimildir og mynd:

...