Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 144 svör fundust
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?
Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...
Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?
Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags. Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í há...
Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?
Adamsepli er annað nafn yfir barkakýli sem er efsti og gildasti hluti barkans og tengir saman kok og barka. Barkakýlið er úr brjóski og á hálsi karlmanna skagar það oft út. Heitið Adamsepli á rætur að rekja til seinni tíma útskýringar á fyrstu bók Móse. Útskýringin hljómar þannig að skilningstré góðs og ills ha...
Hvað er píslarvottur?
Íslenska orðið píslarvottur samsvarar gríska orðinu martys eða martyr sem merkti upphaflega vitni eða vottur. Alþjóðaorðið nú á dögum um þetta er martyr. Í kristinni orðræðu er orðið fyrst notað um postulana sem voru vitni að lífi Jesú Krists og kenningu hans. Í fyrsta Pétursbréfi segist Pétur vera „vottur písla K...
Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?
Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...
Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?
Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar ...
Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?
Spyrjandi bætir við: Hvað eru þeir hávaxnir? Eru konurnar líka hávaxnar? Og hvasð eru þeir margir? Tutsiættbálkurinn (einnig nefndur Watusi) býr á landsvæði sem nær yfir ríki Rúanda og Búrúndí. Í Rúanda búa rúmlega 8,6 milljónir manna, þar af um 15% Tutsimenn (tæplega 1,3 milljónir). Í Búrúndí búa rétt rúmar 8 ...
Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?
Fullt nafn Múhameðs spámanns er Abu al-Qasim Muhammad ibn ‘Abd Allah ibn ‘Abd al-Mut talib ibn Hashim. Samkvæmt arabískri nafnvenju eru börn yfirleitt kennd við föður eins og á Íslandi. Ibn 'Umar merkir sonur 'Umars (Ómars) og bint 'Abbas er dóttir 'Abbasar. Ein af fáum undantekningum frá þessari venju er þega...
Hvernig og hvar vex ananas?
Ananasplantan (Ananas comosus) er fræplanta af ættinni Bromeliaceae. Hún vex villt í Mið- og Suður-Ameríku en hefur verið flutt og ræktuð til nytja víða annars staðar svo sem til margra Asíu- og Afríkuríkja. Ananasplantan er með 30-40 stíf og safarík blöð sem mynda oft rósettulaga krans umhverfis þykkan og ster...
Eru kindur gáfaðar?
Ekki er hægt að svara svona beinskeyttri spurningu nema með því að bera sauðfé saman við aðrar tegundir. Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“....
Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er vitað hvort það sé satt, að hrafnar skipta með sér bóndabæjum? Íslendingar eiga margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum. Meðal annars herma gamlar sagnir að hrafnar haldi þing að hausti. Það kallast hrafnaþing eða héraðsþing. Í ritinu Grúsk V eftir Árna Óla segir ...
Hvernig dó Arkímedes?
Arkímedes dó annað hvort árið 211 eða 212 f. Kr. Þá var hann 75 eða 76 ára gamall. Hann var drepinn í umsátrinu um borgina Sýrakúsu af rómverskum hermanni. Til eru nokkrar frásagnir af dauða Arkímedesar. Ein er á þá leið að þegar Rómverjar réðust inn í Sýrakúsu hafi Arkímedes verið niðursokkinn í stærðfræðileg...
Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?
Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás. Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta ge...
Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?
Með því að leita í leitarvélum eftir efnisorðunum 1964 UFO er í fljótu bragði hægt að finna ýmsar frásagnir af geimverum og fljúgandi furðuhlutum frá árinu 1964. Í svonefndri UFO Casebook eru fjölmargar stuttar atvikasögur sem lesendur geta skemmt sér við að lesa. Um þessar sagnir gildir það sama og sögur af draug...