Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?

Magnús Jóhannsson

Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar út í blóðið að nóttu en degi og hafa sumir túlkað þetta svo að efnið stjórni dægursveiflum líkamans en aðrir draga það í efa, enda hefur slíkt orsakasamband ekki verið fullsannað.

Það einkennir mjög rannsóknir á þessu lyfi að mismunandi rannsóknarhópar fá iðulega mismunandi niðurstöður. Margir telja þetta stafa af því að í mörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið með melatónín, hvort sem notuð voru tilraunadýr eða menn, voru svo fáir einstaklingar að tilviljun gat ráðið hvaða niðurstaða fékkst. Í sumum tilvikum hengja menn sig í niðurstöður einhverrar rannsóknar þar sem útkoman var mjög jákvæð fyrir notagildi melatóníns, jafnvel þó aðrir hafi ekki fundið það sama eða fengið þveröfuga útkomu.


Melatónín myndast í heilakönglinum sem er nálægt miðju heilans.

Sumt af því sem haldið er fram um melatónín byggist á frásögnum eintaklinga af áhrifum eða bata sem þeir telja sig hafa fengið en slíkar frásagnir hafa því miður ekkert vísindalegt gildi, heldur þarf skipulagða rannsókn á stórum hópi fólks. Hvorki er með þessu verið að véfengja slíkar frásagnir né gera lítið úr þeim á nokkurn hátt en þær duga ekki til að dregnar séu víðtækar ályktanir.

Við skulum líta á dæmi um röksemdafærsluna. Oft er talað um að magn melatóníns í blóði minnki með aldrinum og með því að gefa efnið megi hægja á öldrun. Þessu til stuðnings er vitnað í dýratilraunir þar sem meðalaldur dýranna hækkaði um 20-25% ef þeim var gefið melatónín. Á þessu eru nokkrir gallar: Þó svo að flestir hafi fundið minnkað magn melatóníns með hækkandi aldri, er ekki þar með sagt að uppbótarmeðferð með melatóníni dragi úr öldrunareinkennum; sjaldan er talað um hinar dýratilraunirnar þar sem meðalaldur hækkaði ekki eða lækkaði vegna aukinnar tíðni krabbameins í eggjastokkum (í músum).

Því er haldið fram að melatónín örvi kynhvöt og bæti kynlíf fólks en ekki er vitað til þess að slíkt hafi verið rannsakað hjá mönnum og reyndar hefur sést rýrnun kynkirtla hjá tilraunadýrum sem fengu lyfið. Einnig hafa sumir gert mikið úr því að melatónín sé andoxunarefni en aftur vantar á því rannsóknir hvort þessi eiginleiki gagnist líkamanum á einhvern hátt.

Á einu sviði eru niðurstöður rannsókna nokkuð sannfærandi, en það er varðandi notagildi melatóníns við svefntruflunum sem stafa af ferðalögum yfir mörg tímabelti, vaktavinnu eða háum aldri. Margt bendir til að sumt gamalt fólk sem þjáist af svefntruflunum geti haft gagn af því að taka melatónín sem svefnlyf, en gamalt fólk þolir oft illa venjuleg svefnlyf. Þegar melatónín er gefið sem lyf hefur þó reynst erfitt að finna hæfilega skammta. Skammtar hafa verið á bilinu 0,1 til 200 mg en algengast er að gefin séu 1-3 mg í senn.

Talsvert af rannsóknum á melatóníni eru í gangi og stöðugt eykst vitneskja okkar um hugsanlega kosti þess og galla. Þeir sem stunda slíkar rannsóknir kvarta þó undan erfiðleikum við að fjármagna rannsóknirnar og bera þar einkum við áhugaleysi lyfjafyrirtækja. Lyfjafyrirtækin hafa takmarkaðan áhuga vegna þess að melatónín er ódýrt efni sem ekki er hægt að fá einkarétt á, frekar en önnur efni sem myndast í líkamanum, og gróðavon er því lítil.

En hversu hættulegt er þetta lyf og hvaða áhættu er fólk að taka? Svo virðist sem bráð eituráhrif melatóníns séu lítil, taka má mjög stóra skammta án þess að hætta sé á ferðum. Þetta gildir þó ekki endilega alltaf, til dæmis hafa sést fósturskemmdir hjá dýrum og ættu konur alls ekki að nota lyfið á meðgöngutíma. Sömuleiðis er lítið sem ekkert vitað um áhrif melatóníns á vöxt og þroska barna og unglinga, fólk sem tekur önnur lyf og fólk með sjúkdóma þar sem ónæmiskerfið er of virkt (ofnæmi, sjálfsofnæmissjúkdómar, og fleira). Um hugsanlega eiturverkun við langtímanotkun er einfaldlega sáralítið vitað.

Vonandi á eftir að koma í ljós að melatónín sé gagnlegt lyf með sem fæstum aukaverkunum. Staðan er einfaldlega sú að við vitum ekki enn við hverju við ættum að nota lyfið og ennþá síður vitum við hvaða skammta við ættum að nota. Eina undantekningin er að nota má melatónín, stundum með góðum árangri, sem svefnlyf hjá öldruðum. Það getur einnig átt eftir að koma í ljós að lyfið hafi hættulegar aukaverkanir ef það er tekið í langan tíma. Þeir sem taka melatónín daglega að ástæðulausu eru að nota sjálfa sig sem tilraunadýr með afleiðingum sem ekki er hægt að sjá fyrir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

17.4.2009

Spyrjandi

Rún Gunnarsdóttir, Arna Rún

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10375.

Magnús Jóhannsson. (2009, 17. apríl). Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10375

Magnús Jóhannsson. „Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10375>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?
Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar út í blóðið að nóttu en degi og hafa sumir túlkað þetta svo að efnið stjórni dægursveiflum líkamans en aðrir draga það í efa, enda hefur slíkt orsakasamband ekki verið fullsannað.

Það einkennir mjög rannsóknir á þessu lyfi að mismunandi rannsóknarhópar fá iðulega mismunandi niðurstöður. Margir telja þetta stafa af því að í mörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið með melatónín, hvort sem notuð voru tilraunadýr eða menn, voru svo fáir einstaklingar að tilviljun gat ráðið hvaða niðurstaða fékkst. Í sumum tilvikum hengja menn sig í niðurstöður einhverrar rannsóknar þar sem útkoman var mjög jákvæð fyrir notagildi melatóníns, jafnvel þó aðrir hafi ekki fundið það sama eða fengið þveröfuga útkomu.


Melatónín myndast í heilakönglinum sem er nálægt miðju heilans.

Sumt af því sem haldið er fram um melatónín byggist á frásögnum eintaklinga af áhrifum eða bata sem þeir telja sig hafa fengið en slíkar frásagnir hafa því miður ekkert vísindalegt gildi, heldur þarf skipulagða rannsókn á stórum hópi fólks. Hvorki er með þessu verið að véfengja slíkar frásagnir né gera lítið úr þeim á nokkurn hátt en þær duga ekki til að dregnar séu víðtækar ályktanir.

Við skulum líta á dæmi um röksemdafærsluna. Oft er talað um að magn melatóníns í blóði minnki með aldrinum og með því að gefa efnið megi hægja á öldrun. Þessu til stuðnings er vitnað í dýratilraunir þar sem meðalaldur dýranna hækkaði um 20-25% ef þeim var gefið melatónín. Á þessu eru nokkrir gallar: Þó svo að flestir hafi fundið minnkað magn melatóníns með hækkandi aldri, er ekki þar með sagt að uppbótarmeðferð með melatóníni dragi úr öldrunareinkennum; sjaldan er talað um hinar dýratilraunirnar þar sem meðalaldur hækkaði ekki eða lækkaði vegna aukinnar tíðni krabbameins í eggjastokkum (í músum).

Því er haldið fram að melatónín örvi kynhvöt og bæti kynlíf fólks en ekki er vitað til þess að slíkt hafi verið rannsakað hjá mönnum og reyndar hefur sést rýrnun kynkirtla hjá tilraunadýrum sem fengu lyfið. Einnig hafa sumir gert mikið úr því að melatónín sé andoxunarefni en aftur vantar á því rannsóknir hvort þessi eiginleiki gagnist líkamanum á einhvern hátt.

Á einu sviði eru niðurstöður rannsókna nokkuð sannfærandi, en það er varðandi notagildi melatóníns við svefntruflunum sem stafa af ferðalögum yfir mörg tímabelti, vaktavinnu eða háum aldri. Margt bendir til að sumt gamalt fólk sem þjáist af svefntruflunum geti haft gagn af því að taka melatónín sem svefnlyf, en gamalt fólk þolir oft illa venjuleg svefnlyf. Þegar melatónín er gefið sem lyf hefur þó reynst erfitt að finna hæfilega skammta. Skammtar hafa verið á bilinu 0,1 til 200 mg en algengast er að gefin séu 1-3 mg í senn.

Talsvert af rannsóknum á melatóníni eru í gangi og stöðugt eykst vitneskja okkar um hugsanlega kosti þess og galla. Þeir sem stunda slíkar rannsóknir kvarta þó undan erfiðleikum við að fjármagna rannsóknirnar og bera þar einkum við áhugaleysi lyfjafyrirtækja. Lyfjafyrirtækin hafa takmarkaðan áhuga vegna þess að melatónín er ódýrt efni sem ekki er hægt að fá einkarétt á, frekar en önnur efni sem myndast í líkamanum, og gróðavon er því lítil.

En hversu hættulegt er þetta lyf og hvaða áhættu er fólk að taka? Svo virðist sem bráð eituráhrif melatóníns séu lítil, taka má mjög stóra skammta án þess að hætta sé á ferðum. Þetta gildir þó ekki endilega alltaf, til dæmis hafa sést fósturskemmdir hjá dýrum og ættu konur alls ekki að nota lyfið á meðgöngutíma. Sömuleiðis er lítið sem ekkert vitað um áhrif melatóníns á vöxt og þroska barna og unglinga, fólk sem tekur önnur lyf og fólk með sjúkdóma þar sem ónæmiskerfið er of virkt (ofnæmi, sjálfsofnæmissjúkdómar, og fleira). Um hugsanlega eiturverkun við langtímanotkun er einfaldlega sáralítið vitað.

Vonandi á eftir að koma í ljós að melatónín sé gagnlegt lyf með sem fæstum aukaverkunum. Staðan er einfaldlega sú að við vitum ekki enn við hverju við ættum að nota lyfið og ennþá síður vitum við hvaða skammta við ættum að nota. Eina undantekningin er að nota má melatónín, stundum með góðum árangri, sem svefnlyf hjá öldruðum. Það getur einnig átt eftir að koma í ljós að lyfið hafi hættulegar aukaverkanir ef það er tekið í langan tíma. Þeir sem taka melatónín daglega að ástæðulausu eru að nota sjálfa sig sem tilraunadýr með afleiðingum sem ekki er hægt að sjá fyrir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...