Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 22 svör fundust
Hvaðan kemur orðið brundur og hversu gamalt er það?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið brund/brundur og hversu gamalt er það? Nafnorðin brund hk. og brundur kk. merkja ‘sæði karldýrs’, í eldra máli ‘eðlunarfýsn, kynhvöt’. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um hvorugkynsorðið er frá 18. öld en karlkynsorðið í merkingunni ‘sæði karldý...
Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?
DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var au...
Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?
Já, í stuttu máli sagt, er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mataræði og æfingum. Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega...
Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?
Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir. Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðf...
Hvaða áhrif hefur of mikið estrógen á karlmenn?
Það er eðlilegt að karlar framleiði estrógen í einhverju mæli, bæði örlítið í nýrnahettum en einnig í eistum. Talið er að estrógen sé nauðsynlegt fyrir frjósemi karla og rannsóknir sýna að það hefur áhrif á vatns- og jónajafnvægi í þekjuvef innri æxlunarfæra og þroskun sáðfrumna. Það er aftur á móti ekki eðlilegt...
Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?
Kleine-Levin-heilkenni (e. Kleine-Levin syndrome), einnig þekkt sem þyrnirósarheilkenni, er ein tegund lotubundinnar svefnröskunar. Heilkennið er mjög sjaldgæft og hrjáir helst unglinga og þá fremur stráka en stelpur, en 70% þeirra sem hafa heilkennið eru karlkyns. Heilkennið einkennist af endurteknum en afturk...
Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?
Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þr...
Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni eða hvenær er orðið graðhestatónlist fyrst notað? Hvers konar tónlist er það og af hverju notuðu menn þetta heiti? Elsta dæmið um samsetta orðið graðhestatónlist virðist vera í grein um firmakeppni hesta í tímaritinu Fálkinn frá árinu 1964. Þar er orðið nota...
Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?
Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar ...
Hvað er Kallmansheilkenni?
Kallmansheilkenni er sjaldgæfur kvilli sem einkennist af skertu eða engu lyktarskyni, vanþroskuðum kynfærum, lítilli kynhvöt og ófrjóum kynkirtlum (ekkert egglos verður í konum og sáðfrumur eru engar eða mjög fáar í körlum). Önnur einkenni eru skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, þreyta og svefnleysi. Ef sjúklingar fá ...
Af hverju eru unglingsárin svona erfið?
Aðalviðfangsefni unglingsáranna er að skapa sér sjálfsmynd: finna út hver maður er. Til þess reynir unglingurinn að brjóta sér leið frá fjölskyldunni, að lúta ekki lengur boðum og bönnum, og brjóta gegn siðum og venjum. Unglingurinn vill að foreldrarnir láti hann í friði og finnst erfitt ef þeir gera það ekki. Ef ...
Hver er hin almenna skilgreining á þunglyndi?
Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða v...
Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Hvenær hætta typpi að stækka? Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu? Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um...
Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi h...
Af hverju verðum við ástfangin?
Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...