Hver er uppruni eða hvenær er orðið graðhestatónlist fyrst notað? Hvers konar tónlist er það og af hverju notuðu menn þetta heiti?Elsta dæmið um samsetta orðið graðhestatónlist virðist vera í grein um firmakeppni hesta í tímaritinu Fálkinn frá árinu 1964. Þar er orðið notað sem lýsing á tónlist Bítlanna; þeirri popptónlist sem varð vinsæl á sjöunda áratugi síðustu aldar og tengist tilkomu unglingamenningar sterkum böndum. Í greininni er tónlistinni lýst sem glymjandi hávaða, andstæðu virðulegrar og hefðbundinnar tónlistar:
Graðhestatónlist glumdi úr hátölurunum við dómpallinn á vellinum, nýjustu dægurlögin, kennd við bítla hina brezku, en von bráðar tóku við virðulegir fulltrúar tónmenntarinnar, gott ef ekki heyrðust marsar undir lokin.[1]Orðið graðhestamúsík er aðeins eldra og það sést fyrst á prenti í tímaritinu Speglinum í árslok 1949.[2] Á sjöunda áratugi síðustu aldar er það notað á sambærilegan hátt og graðhestatónlist.

Orðið graðhestastöð í merkingunni 'útvarpsstöð sem leikur ameríska jass og sveiflutónlist' kemur fyrst fram árið 1948 í Atómstöðinni. Á myndinn er verið að tjútta (e. jitterbug).

Enska orðið groupie (grúppía) varð til um 1965, það er notað um ungar stúlkar sem eltu rokkstjörnur og skírskotar einnig til mögulegs kynferðissamband þeirra og stjarnanna.

Graðhestar fá að halda sinni kynhvöt en eru ekki vanaðir, það er gerðir ófrjóir með brottnámi á eistum. Þegar graðhestar takast á heyrast graðhestahljóð, rokur og hví.
- ^ Fálkinn, 37. árgangur 1964, 23. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 4.09.2018).
- ^ Spegillinn, 24. árgangur 1949, 12. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 7.09.2018).
- ^ Í ritdómi um Atómstöðina frá 1948 er tónlist graðhestastöðvarinnar tengd við ameríska dansinn jitterbug eða tjútt, en þess háttar dans var stiginn við jass- og sveiflutónlist. Sjá: Tíminn, 09.04.1948 - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).
- ^ Morgunblaðið, 27.06.1984 - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).
- ^ Enn eitt samsett orð er graðhestaskyr, en það er notað um gróft kekkjótt skyr með augljósri skírskotan til kekkjótts sæðisvökva. Sjá til dæmis: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags, 2. árgangur 1881, Megintexti - Timarit.is. (Sótt 5.09.2018).
- Major fight between two wild horses - wild horse photography of stallions fighting | Horses PradeepAmla | Pinterest | Horse photography, Horse and Animal. (Sótt 5.09.2018).
- File:Jitterbug dancers NYWTS.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 5.09.2018).
- Cheerleaders, Groupies and the Female as Spectator – by Lucy Watson | In Batmania. (Sótt 5.09.2018).