Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 129 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru skjaldbökur með skjöld?

Skjaldbökur hafa skjöld til að verjast hugsanlegum afræningjum, eða dýrum sem ætla að éta þær. Skjaldbökur eru hægfara og geta ekki hlaupið undan rándýrum og því hafa þær þróað með sér skjöld sem rándýr eiga afar erfitt með að vinna á. Skjöldurinn er í reynd hluti af beinagrind skjaldbökunnar og samanstend...

category-iconSálfræði

Er einhver ástæða fyrir því að menn grípa um höfuðið þegar þeir lenda í vandræðum?

Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað neitt sérstaklega. Þó er nokkuð líklegt að þetta séu varnarviðbrögð. Þegar hætta steðjar að getur gefist vel að skýla höfðinu, til dæmis með því að bera hendurnar fyrir sig, enda er höfuðið mikilvægur líkamspartur sem ekki má verða fyrir miklu hnjaski. Ekki...

category-iconMannfræði

Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hnísur með veiðihár?

Veiðihár eru sérhæfð hár sem dýr nota til skynjunar. Þau gagnast meðal annars við fæðuöflun og til þess að rata í myrkri. Veiðihár eru yfirleitt nærri gini dýrsins og umhverfis nefið en geta einnig verið á öðrum stöðum. Veiðihár finnast víða innan ættbálks rándýra svo sem meðal dýra af katta- og hundaætt. Mörg ...

category-iconHugvísindi

Hvernig urðu orð til?

Flestir þeir sem fjallað hafa um uppruna mannlegs máls gera ráð fyrir að orð hafi í fyrstu verið einhvers konar hljóðlíkingar. Maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Orð verða til á þennan hátt enn þann dag í dag. Þegar öndin er...

category-iconVísindi almennt

Af hverju er hundum svona illa við póstburðarfólk og hvað er til ráða?

Hér má spyrja á móti: Hvað annað ætti þeim að vera illa við eða hvers vegna ætti þeim ekki að vera illa við bréfbera? Hundum af mörgum deilitegundum eða kynþáttum er illa við ókunnuga. Forfeður þeirra og formæður hafa verið tamdir meðal annars með það í huga að þeir ættu að gera viðvart um mannaferðir og jafnve...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?

Frá sjónarhóli tölfræðilegrar fólksfjöldafræði er eðlilegast að svara spurningu þessari með því að athuga hve marga hugsanlega áa (forfeður og formæður) hver einstaklingur á. Við tökum hér dæmi af einstakling sem fæddur er árið 1970. Foreldrar hans tveir eru ekki ósennilega fæddir um 1940. Afar hans og ömmu, alls ...

category-iconMannfræði

Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir) Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðge...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?

Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga?

Í langflestum tilfellum er það gert með því að safna saman framættum einstaklinganna tveggja og leita að sameiginlegum forfeðrum í trjánum. Til að útskýra þetta betur getum við gert okkur í hugarlund að hver einstaklingur í gagnagrunni Íslendingabókar hafi sérstakt númer. Einstaklingurinn tengist síðan föður o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar á líkama slöngu koma eggin út?

Myndin hér að ofan sýnir skipan helstu líffæra kóbraslöngu. Myndin er af karlkyns slöngu, en líffæraskipan kvenkynsins er nánast sú sama. Aftast á dýrinu er gotraufin (e. cloaca). Hún er sameiginlegur þarfagangur fyrir úrgang og egg eða sæði. Gotraufin er aftarlega á dýrinu; liggur kviðlægt á líkama slöngunnar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er talað um að menn séu apar?

Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum. Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru til brjóst?

Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever?

Ræktunarafbrigðið Golden Retriever er upprunnið í Skotlandi um miðja 19. öld. Upphaflega var þetta afbrigði ræktað úr tveimur gamalkunnugum hundakynjum, Yellow Wavy-coated Retriever og Tweed Water Spaniel. Það var sir Dudley Marjoriebanks sem ætlaði sér að rækta hið fullkomna afbrigði veiðihunda og um 1835 byrjaði...

category-iconHugvísindi

Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?

Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...

Fleiri niðurstöður