Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?

ÞV

Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858.

Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu fleiri fiskategundir náð að þróast.

Lífið varð til í vatni og því er lífríki vatna og sjávar afar fjölbreytt. Þróun þess hefur tekið milljarða ára (þúsundir ármilljóna). Spendýrin fóru hins vegar ekki að láta verulega til sín taka í þróuninni fyrr en um það bil sem risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára. Þess vegna eru tegundir spendýra ekki mjög margar.

Því má bæta við að spendýrin urðu til á landi. Sjávarspendýrin sem við köllum svo, hvalir, selir og fleiri, eru komin af landdýrum sem færðu sig út í sjóinn eins og lesa má um í svörum við spurningunum Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju? og Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Lesandinn getur fundið fleiri og rækilegri svör um þessi efni með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Hlíf Samúelsdóttir, f. 1995

Tilvísun

ÞV. „Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4889.

ÞV. (2005, 18. apríl). Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4889

ÞV. „Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4889>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?
Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858.

Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu fleiri fiskategundir náð að þróast.

Lífið varð til í vatni og því er lífríki vatna og sjávar afar fjölbreytt. Þróun þess hefur tekið milljarða ára (þúsundir ármilljóna). Spendýrin fóru hins vegar ekki að láta verulega til sín taka í þróuninni fyrr en um það bil sem risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára. Þess vegna eru tegundir spendýra ekki mjög margar.

Því má bæta við að spendýrin urðu til á landi. Sjávarspendýrin sem við köllum svo, hvalir, selir og fleiri, eru komin af landdýrum sem færðu sig út í sjóinn eins og lesa má um í svörum við spurningunum Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju? og Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Lesandinn getur fundið fleiri og rækilegri svör um þessi efni með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....