Einnig gæti verið að spyrjandi sé að pæla í þróunarkenningu Darwins. Samkvæmt henni eiga menn og apar sér sameiginlega forfeður enda er allt líf á jörðinni komið af einni rót. Mennirnir eru hins vegar ekki komnir af öpum eins og stundum heyrist sagt. Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um þróun mannsins, þróunarkenninguna, Darwin og fleira sem minnst er á í þessu svari. Til frekari fróðleiks má til dæmis benda lesendum á svör við eftirfarandi spurningum:
- Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn? eftir ÞV
- Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd? eftir Steindór J. Erlingsson