Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hér má spyrja á móti: Hvað annað ætti þeim að vera illa við eða hvers vegna ætti þeim ekki að vera illa við bréfbera?
Hundum af mörgum deilitegundum eða kynþáttum er illa við ókunnuga. Forfeður þeirra og formæður hafa verið tamdir meðal annars með það í huga að þeir ættu að gera viðvart um mannaferðir og jafnvel verjast þeim. En við sjáum hins vegar að margir af þessum hundum „leggja niður rófuna” ef þeim er sýnd ofurlítil athygli.
Í mörgum tilvikum í borgum nútímans eru bréfberarnir þeir menn sem hundurinn mætir oftast, en þó kemur oft nýr maður í þessu hlutverki. Það virðist því alls ekkert undarlegt þegar að er gáð, að hundum af ýmsum kynþáttum sé einmitt illa við bréfbera.
Við erum ósköp fegin að spyrjandi spurði ekki í framhaldi af þessu af hverju bréfberar í sumum löndum eru rauðklæddir. Skyldi rauði liturinn ekki hafa sömu áhrif á hunda eins og menn og líklega naut og ýmis önnur dýr, að æsa þá upp? Hér spyr sá sem ekki veit!
ÞV. „Af hverju er hundum svona illa við póstburðarfólk og hvað er til ráða?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1638.
ÞV. (2001, 23. maí). Af hverju er hundum svona illa við póstburðarfólk og hvað er til ráða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1638
ÞV. „Af hverju er hundum svona illa við póstburðarfólk og hvað er til ráða?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1638>.