Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 50 svör fundust
Getið þið sagt mér allt um gaupur?
Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...
Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?
Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...
Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið?
Svifflug byggist á sama lögmáli og vélflug. Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingur ofan þeirra. Það er ekki síst sérstök lögun flugvélarvængsins sem veldur þessum þrýstingsmun. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er efra borðið stærra en það neðra og því...
Hver fann upp skíðin?
Elstu skíðin sem fundist hafa eru um 4.500 ára gömul. Aðeins annað skíðið fannst reyndar, í Svíþjóð, en það er stutt og breitt, ólíkt löngu og mjóu skíðunum sem tíðkast í dag. Mörg forn skíði hafa fundist á Norðurlöndum, mismunandi að lögun, en reglan hefur verið sú að þau mjókki og lengist eftir því sem norðar dr...
Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?
Við lifum á ísöld en ekki á kuldaskeiði heldur á hlýskeiði. Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís. Jöklar eru nú í fjöllum í öllum heimsálfum, miklar jökulbreiður eru á Grænlandi og Suðurskautslandinu og Norður-Íshafið er hulið ís. Um 10% af yfirborði jarðar eru þakin jö...
Hvað er elsti ís á jörðinni gamall og hvar er hann að finna?
Elsti ís á jörðinni er inni í miðri ísbreiðunni á austurhluta Suðurskautslandsins. Talið er að hann sé 1,5 milljón ára gamall. Þar, á 3.233 m hárri bungunni Dome Concordia, hefur náðst með djúpborun 3.200 m langur ískjarni, sem sýnir samfellda 800 þúsund ára skrá yfir súrefnissamsætur í ís og efnasamsetningu andrú...
Hvenær voru górillur uppgötvaðar af vesturlandabúum?
Núlifandi górillum er skipt niður í tvær tegundir, vesturgórillur (Gorilla gorilla) og austurgórillur (Gorilla beringei). Báðar tegundirnar greinast svo í tvær deilitegundir. Vesturgórillur skiptast í vestur-láglendisgórillur (Gorilla gorilla gorilla) og krossfljótsgórillur (Gorilla gorilla diehli), en austurgóril...
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?
Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...
Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?
Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar ...
Hver er saga hlébarðans?
Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suða...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steffen Mischke rannsakað?
Steffen Mischke er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa að endurgerð umhverfis- og loftslagsþátta með því að nota eðlisfræðilega og efnafræðilega eiginleika setlaga og steingervinga sem í þeim finnast. Skilningur á umhverfis- og loftslagsbreytingum á síðustu ísöld er sérstaklega mik...
Hvað er greifingi?
Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hv...
Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?
Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...
Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?
Allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum. Draugasögur hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Draugar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til t...