Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er elsti ís á jörðinni gamall og hvar er hann að finna?

Helgi Björnsson

Elsti ís á jörðinni er inni í miðri ísbreiðunni á austurhluta Suðurskautslandsins. Talið er að hann sé 1,5 milljón ára gamall. Þar, á 3.233 m hárri bungunni Dome Concordia, hefur náðst með djúpborun 3.200 m langur ískjarni, sem sýnir samfellda 800 þúsund ára skrá yfir súrefnissamsætur í ís og efnasamsetningu andrúmslofts í loftbólum. Af þeim gögnum verður ráðið hvert hitastig síðustu átta jökulskeiða hefur verið, og þar sést, að styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú hærri en hann hefur verið síðastliðin 800 þúsund ár.

Elsti ís á jörðinni er inni í miðri ísbreiðunni á austurhluta Suðurskautslandsins.

Ísbreiða hefur verið á Suðurskautslandinu í 35 milljónir ára, en ís í henni hefur verið á hreyfingu, og því hefur hann endurnýjast við hringrás vatns um jörðina. Snjór sem fellur á ísbreiðuna grefst undir ný snjólög, umbreytist í jökulís og berst niður við hreyfingu jökulsins til sjávar, og þar bráðnar hann og verður að fljótandi vatni aftur. Við botn ísbreiðunnar getur ís einnig bráðnað vegna varma sem berst að jökulbotni úr iðrum jarðar. Þótt ísflæðilíkön bendi til þess að á Suðurskautslandinu sé elsti ís 1,5 milljón ára gamall, er leitað að enn eldri ís. Stuðst er við reiknilíkön sem lýsa afkomu á yfirborði jökuls, hreyfingu íss, aflögun íslaga við jökulbotn og varmastraumi. Þar sem botn er ósléttur geta íslög lagst í fellingar, svo dýpsti ísinn er ekki alltaf elstur. Botn er kannaður með íssjármælingum.

Á svonefndum bláíssvæðum í fjalllendi við jaðar Suðurskautslandsísbreiðunnar, (þau svæði þekja aðeins 1% hennar) sýna aldursmælingar með geislavirkum samsætum (argon) að þar finnist 2,5 milljón ára gamall ís (jafnvel 6 milljón), en sá ís geymir ekki samfellda loftslagssögu, heldur slitrótta búta. Þar háttar svo til að sterkir fallvindar blása burtu nýföllnum snjó af yfirborði, og massi meginjökulsins, sem liggur hærra en bláíssvæðin, knýr stöðugt gamlan ís frá jökulbotni upp fjallshlíðar. Þar er engin bráðnun og jökullinn tapar eingöngu massa við þurrgufun (frá ís beint til vatnsgufu). Blár ís stingur í stúf við hvítt yfirborð snjóbreiðunnar.

Mynd:

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

17.5.2024

Spyrjandi

Katrín

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvað er elsti ís á jörðinni gamall og hvar er hann að finna?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86650.

Helgi Björnsson. (2024, 17. maí). Hvað er elsti ís á jörðinni gamall og hvar er hann að finna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86650

Helgi Björnsson. „Hvað er elsti ís á jörðinni gamall og hvar er hann að finna?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86650>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er elsti ís á jörðinni gamall og hvar er hann að finna?
Elsti ís á jörðinni er inni í miðri ísbreiðunni á austurhluta Suðurskautslandsins. Talið er að hann sé 1,5 milljón ára gamall. Þar, á 3.233 m hárri bungunni Dome Concordia, hefur náðst með djúpborun 3.200 m langur ískjarni, sem sýnir samfellda 800 þúsund ára skrá yfir súrefnissamsætur í ís og efnasamsetningu andrúmslofts í loftbólum. Af þeim gögnum verður ráðið hvert hitastig síðustu átta jökulskeiða hefur verið, og þar sést, að styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú hærri en hann hefur verið síðastliðin 800 þúsund ár.

Elsti ís á jörðinni er inni í miðri ísbreiðunni á austurhluta Suðurskautslandsins.

Ísbreiða hefur verið á Suðurskautslandinu í 35 milljónir ára, en ís í henni hefur verið á hreyfingu, og því hefur hann endurnýjast við hringrás vatns um jörðina. Snjór sem fellur á ísbreiðuna grefst undir ný snjólög, umbreytist í jökulís og berst niður við hreyfingu jökulsins til sjávar, og þar bráðnar hann og verður að fljótandi vatni aftur. Við botn ísbreiðunnar getur ís einnig bráðnað vegna varma sem berst að jökulbotni úr iðrum jarðar. Þótt ísflæðilíkön bendi til þess að á Suðurskautslandinu sé elsti ís 1,5 milljón ára gamall, er leitað að enn eldri ís. Stuðst er við reiknilíkön sem lýsa afkomu á yfirborði jökuls, hreyfingu íss, aflögun íslaga við jökulbotn og varmastraumi. Þar sem botn er ósléttur geta íslög lagst í fellingar, svo dýpsti ísinn er ekki alltaf elstur. Botn er kannaður með íssjármælingum.

Á svonefndum bláíssvæðum í fjalllendi við jaðar Suðurskautslandsísbreiðunnar, (þau svæði þekja aðeins 1% hennar) sýna aldursmælingar með geislavirkum samsætum (argon) að þar finnist 2,5 milljón ára gamall ís (jafnvel 6 milljón), en sá ís geymir ekki samfellda loftslagssögu, heldur slitrótta búta. Þar háttar svo til að sterkir fallvindar blása burtu nýföllnum snjó af yfirborði, og massi meginjökulsins, sem liggur hærra en bláíssvæðin, knýr stöðugt gamlan ís frá jökulbotni upp fjallshlíðar. Þar er engin bráðnun og jökullinn tapar eingöngu massa við þurrgufun (frá ís beint til vatnsgufu). Blár ís stingur í stúf við hvítt yfirborð snjóbreiðunnar.

Mynd:...